Grand Hótel Reykjavík

Reykjavík

Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Grand Hótel Reykjavík er stærsta fundar og ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali.

Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi, rétt við Laugardalinn. Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið Svansvottun Norræna umhverfismerkisins og einnig vottun frá Túni, eftirlits- og vottunarstofu fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Þetta tryggir að hæstu gæðakröfur hvað varðar umhverfis- og heilbrigðismál séu uppfylltar.

Vefur Grand Hótel

Hótel Reykjavík Centrum

Reykjavík

Hótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel í miðborg Reykjavíkur. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti.

Hótel Reykjavík Centrum er með 89 herbergi, tvo veislu- eða ráðstefnusali og fjórar stúdíóíbúðir. Húsnæðið er nýlega uppgert, en elsti hluti þess er frá árinu 1764. Beggja vegna elsta hlutans hafa verið reistar nýjar byggingar sem svipar til forvera sinna á lóðinni, Fjalakattarins og Uppsala, sem hýsa einmitt veitingastaðinn Fjalaköttinn og barinn Uppsali.

Vefur Hótel Centrum

Fosshótel

Umhverfis Ísland

Fosshótel státar í dag af 12 hótelum hringinn í kringum landið, í nálægð við stórbrotið landslag og einstakar náttúruperlur. 

Nýjasta hótelið í Fosshótel keðjunni er hið 4 stjörnu Fosshótel Reykjavík, stærsta hótel landsins. Á Fosshótelunum er lagður mikill metnaður í að skapa vinalegt andrúmsloft og að veita hverjum gesti afbragðs þjónustu. Góður nætursvefn og girnilegur morgunverður er lykillinn að vel heppnuðu ferðalagi um landið. 

Vefur Fosshótela

Best Western Hótel Reykjavík

Reykjavík

Best Western Hótel Reykjavík er þriggja stjörnu hótel staðsett í miðborg Reykjavíkur, steinsnar frá Hlemmi og Laugavegi. Í hverfinu er fjöldi veitingastaða, kaffihúsa, verslana, safna og myndlistargallería.

Hótelið er með 85 herbergi og starfsfólkið leggur metnað sinn í að veita öllum gestum vinalega og góða þjónustu.

Vefur Best Western

Hótel Reykjadalur

Norðurland

Hótel Reykjadalur er huggulegt og rólegt sveitahótel á Norðurlandi.

Hótelið er eitt af sumarhótelum Íslandshótela. Á Hótel Reykjadal getur þú notið nálægðar við margar helstu náttúruperlur sem norðurlandið hefur upp á bjóða. Við tökum vel á móti þér á Hótel Reykjadal. 

Vefur Hótels Reykjadalar

Fréttir og tilkynningar

Íslandshótel í Vakann

Á myndinni má sjá Davíð T. Ólafsson framkvæmdastjóra Íslandshótela flytja erindi.

Lesa meira