Glæsilegt fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel

Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Grand Hótel Reykjavík er stærsta ráðstefnu- og fundarhótel landsins með 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali. Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi, rétt við Laugardalinn.


 

Um Grand Hótel Reykjavík

Herbergin á Grand Hótel Reykjavík eru rúmgóð og búin öllum nútímaþægindum, meðal annars baðherbergi með sturtu og baðkari, stórum rúmum, gervihnattasjónvarpi, hárblásara, straubretti og straujárni, kaffi- og tesetti og öryggishólfi. 15 herbergi eru sérútbúin fyrir fólk með hreyfihömlun eða fólk í hjólastól. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn.

Þjónustan er vinaleg, persónuleg og fjölskylduvæn og miðar öll að því að gestum líði sem best á hótelinu.

Grand Hótel Reykjavík hefur hlotið Svansvottun Norræna umhverfismerkisins og einnig vottun frá Túni, eftirlits- og vottunarstofu fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Þetta tryggir að hæstu gæðakröfur hvað varðar umhverfis- og heilbrigðismál séu uppfylltar.

Vefur Grand Hótel Reykjavík

 • Gullteigur

  Gullteigur

 • Grand Hótel Reykjavík — útsýni frá toppnum

  Grand Hótel Reykjavík — útsýni frá toppnum

 • Grand Hótel Reykjavík

  Grand Hótel Reykjavík

 • Grand Hotel Reykjavík að vetri til

  Grand Hotel Reykjavík að vetri til