Hótelgisting í hjarta borgarinnar

Hótel Reykjavík Centrum opnaði 1. apríl 2005. Hótelið stendur við eina elstu götu Reykjavíkur, í hjarta gamla miðbæjarins, þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnum.


 

Um Hótel Reykjavík Centrum

Hótelið Reykjavík Centrum er byggt á gömlum grunni — í bókstaflegri merkingu — enda er það staðsett í nýuppgerðri byggingu við Aðalstræti 16, en elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Beggja megin við hótelið og fyrir aftan það eru nýbyggingar sem gerðar eru eftir sögufrægum reykvískum húsum, Fjalakettinum og Uppsölum.

89 herbergi eru á hótelinu, búin öllum þægindum svo sem gervihnattasjónvarpi, síma, litlum ísskáp, útvarpi, öryggishólfi og te- og kaffisetti. Einnig er hægt að leigja stúdíóíbúðir sem henta vel fyrir fjölskyldur. Veitingastaðurinn Fjalakötturinn tekur vel á móti gestum, sem geta einnig sest niður yfir kaffibolla eða drykk á Uppsölum, bar og kaffihúsi. 

Vefur Hótel Reykjavík Centrum

  • Double Deluxe herbergi á Hótel Reykjavík Centrum

    Double Deluxe herbergi á Hótel Reykjavík Centrum

  • Fjalakötturinn veitingastaður

    Fjalakötturinn veitingastaður

  • Hótel Centrum og Fjalakötturinn

    Hótel Centrum og Fjalakötturinn