Um Íslandshótel

Íslandshótel reka 17 hótel á Íslandi — Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.

Hjá Íslandshótelum starfa þegar mest lætur um 800 manns og býður fyrirtækið upp á rúmlega 1.700 herbergi.

Samfélagsleg ábyrgð

Íslandshótel leggja metnað sinn í að sinna samfélagslegri ábyrgð og veita styrki til þarfra málefna og eru umhverfismál, forvarnarmál og líknarmál þar fremst í flokki. Styrkjanefndin okkar hittist í hverjum mánuði til að fara yfir styrkjabeiðnir og er öllum umsóknum svarað. Það er okkur sönn ánægja að styrkja viðurkennd hjálparsamtök og við tökum öllum ábendingum um þörf málefni fagnandi.

Umhverfismál

Íslandshotel vinnur að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er. Grand Hótel Reykjavík er fyrsta hótel Íslandshótela til að hljóta Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel.

Stjórn Íslandshótela

Ólafur Torfason
Formaður
Davíð T. Ólafsson
Framkvæmdastjóri
Bragi Ragnarsson
Meðstjórnandi
Salvör L. Brandsdóttir
Meðstjórnandi
Kolbrún Jónsdóttir
Meðstjórnandi
Margit Robertet
Meðstjórnandi