01.06.2015

Íslandshótel kynnir Fosshótel Reykjavík

Fosshótel Reykjavík hefur nú opnað á Höfðatorgi.

Stærsta hótel landsins, með mögnuðu útsýni til allra átta

Reykjavík (1. júní 2015) – Íslandshótel kynna Fosshótel Reykjavík á Þórunnartúni við Höfðatorg, nýjasta viðbót Fosshótelkeðjunnar sem verður jafnframt það þriðja í Reykjavík. Fyrir þá ferðalanga sem vilja upplifa það nýjasta þegar kemur að hönnun, byggingarlist og matargerð á Íslandi, þá sameinast þessir hlutir á Fosshótel Reykjavík.

Fosshótel Reykjavík er fjögurra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Hótelið býður upp á 320 herbergi á 16 hæðum en mörg þeirra bjóða upp á stórfenglegt útsýni yfir borgina og Faxaflóann. Á efstu hæðinni er að finna sjö svítur en tvær þeirra má einnig nota sem fundarsali. Tvo vel útbúna stærri fundarsali er að finna á annarri hæð, Gullfoss og Svartifoss. Gestir munu njóta sólarhringsaðgangs að líkamsræktarstöð hótelsins en þar að auki opnar Fosshótel heilsulindin á næsta ári. Andrúmsloftið innandyra einkennist af hlýleika og náttúrulegum efnum þar sem markmiðið er að gestir njóti sín í stílhreinu umhverfi. 

Innan veggja hótelsins er að finna veitingastaðinn Haust og Bjórgarðinn en báðir staðir voru hannaðir af hönnuðinum Leifi Welding. Matseðilinn á Haust einblínir á ferska íslenska afurð eldaða til fullnustu af matreiðslufólki Hausts í umhverfi föllnu að því að fanga fegurð íslenska haustsins. Bjórgarðurinn býður upp á vítt úrval af bæði innlendum og erlendum bjór ásamt ekta bjórmatseðli. Bjórsérfræðingar Bjórgarðsins munu leiðbeina gestum staðarins í gegnum hina réttu pörun matar og bjórs. Fullkominn staður til að byrja kvöldið í Reykjavík. 

 

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um Fosshótel Reykjavík.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um Bjórgarðinn.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um veitingastaðinn Haust.

Verið velkomin á Fosshótel Reykjavík.