28.10.2015

Íslandshótel og Festa, miðstöð um samfélagslega ábyrgð

Íslandshótel gerðust á dögunum aðilar að Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð. Með aðildinni skrifuðu Íslandshótel undir yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum.

Í undirrituninni felst að þátttakendur setji sér skýr markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgangs og stuðla að endurvinnslu. Jafnframt skal mæla árangurinn sem hlýst af þessum aðgerðum og gefa reglulega út upplýsingar þess efnis. Yfirlýsingin verður afhent á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í París í byrjun desember næstkomandi.

Íslandshótel leggja mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að sýna ábyrgð í tali og verki. Grand hótel Reykjavík, sem er hluti af Íslandshótelum, hefur til að mynda hlotið Svansvottun fyrir umhverfisstefnu sína. Aðild Íslandshótela að Festu gerir þeim kleift að vinna að umhverfismarkmiðum sínum með opnari og skilvirkari hætti en áður ásamt því að taka þátt í fræðslu og faglegri umræðu um loftslagsmál. Íslandshótel vonar að yfirlýsingin hvetji okkur öll til þess að hugsa um vel um umhverfið og sýna ábyrgð í verki svo raunverulegur árangur náist í umhverfis- og loftslagsmálum.

Sjá nánar hér