09.10.2015

Nýr starfsmaður

Íslandshótel hafa ráðið Ásmund Sævarsson sem framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins.

Íslandshótel hafa ráðið Ásmund Sævarsson sem framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. íslandshotel, sem reka 15 hótel hér á landi eru í mikilli sókn og ráðning Ásmundar er liður í breyttu skipulagi gagngert til þess að búa félagið undir þann vöxt sem framundan er.

Ásmundur hefur víðtæka reynslu af stjórnun og framkvæmd markaðsmála. Frá árinu 2008 hefur hann starfað hjá Primera Travel Group, fyrst sem vef markaðsstjóri og síðar sem yfirmaður vefþróunar og stafrænnar markaðssetningar. Á árunum 2004-2008 starfaði Ásmundur sem sérfræðingur í markaðsdeild Icelandair og þar á undan var hann verkefnastjóri hjá Össur hf. og kerfishönnuður hjá Teligent Inc. í Bandaríkjunum. Ásmundur lauk BS námi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Coastal Carolina University árið 1998. Eiginkona Ásmundar heitir Björg Stefanía Sigurgeirsdóttir og saman eiga þau þrjá drengi.