Umhverfisstefna

Íslandshotel vinnur að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er og í öllu okkar starfi er lögð áhersla á umhverfisvernd. Við viljum vera í fararbroddi á þessu sviði og ætlum okkur að vera það. Það sama gildir um þau verkefni sem við styrkjum um land allt. Það á að vera sjálfsagt að styðja við góð málefni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsta umhverfisstefnu okkar.Svansvottað hótel

Grand Hótel Reykjavík er fyrsta hótel Íslandshótela til að hljóta Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel. Við erum afar stolt af Svansvottun Grand Hótel Reykavíkur en það er enn sem komið er eina hótelið í keðjunni með slíka vottun en við leggjum afar mikla áherslu á umhverfisstarf. Grand Hótel Reykjavík leggur í raun línurnar fyrir hin hótelin hjá Íslandshótelum og við gerum eins vel og hægt er á hverjum stað fyrir sig.