Til baka á Íslandshótel

Hótelin og vörumerkin okkar

Hér má nálgast upplýsingar um vörumerkin okkar og þeirra helstu sérkenni.

Íslandshotel

Íslandshótel skiptast í 3 hótelvörumerki sem hafa starfsemi sína á Íslandi — Fosshotel sem eru staðsett hringinn í kringum landið, Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum. Hjá Íslandshótelum starfa þegar mest lætur um 800 manns og býður fyrirtækið upp á rúmlega 1.700 herbergi. Íslandshótel leggja metnað sinn í að sinna samfélagslegri ábyrgð og veita styrki til þarfra málefna og eru umhverfismál, forvarnarmál og líknarmál þar fremst í flokki. Íslandshotel vinna einnig að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er. Við viljum vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og leggjum metnað okkar í að styrkja góð málefni sem tengjast umhverfinu.

Við vinnum eftir ströngum gæða- og umhverfisstöðlum og eru hótelin okkar meðal annars hlotið Svansvottun, gæðavottun Vakans og Túni. 

Grand Hotel Reykjavik

Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Grand Hótel Reykjavík er stærsta ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergi og 11 ráðstefnu- og veislusali. Á hótelinu er einnig fyrsta flokks veitingastaður og heilsulind með líkamsræktaraðstöðu. Grand Hótel Reykjavík hefur einnig hlotið Svansvottun Norænna umhverfismerkisins, gæðavottun Vakans og einnig vottun frá Tún.

Fosshotel

Fosshotelin eru staðsett hringinn í kringum landið, í nálægð við stórbrotið landslag og einstakar náttúruperlur. Fosshotel leggja metnað í að taka vel á móti öllum ferðalöngum og að skapa vinalegt andrúmsloft fyrir þá, hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur eða hópa. Flest hótelanna eru opin allt árið um kring, en örfá með takmarkaða starfsemi yfir vetrartímann. Nú þegar hafa öll Fosshótelin í Reykjavík fengið gæðavottun Vakans og eru önnur hótel innan keðjunnar í innleiðingu á Vakanum.

Hotel Reykjavík Centrum

Hótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Á Hótel Reykjavík Centrum eru 89 herbergi með öllum þægindum svo sem gervihnattasjónvarpi, síma, litlum ísskáp, útvarpi, öryggishólfi og te- og kaffisetti.

Reykjavík Spa

Reykjavík Spa er stórglæsileg snyrti- og nuddstofa með fallegri heilsulind, þar sem við leggjum áherslu á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir okkar eru vinsamlegast beðnir að hafa það í huga. Snyrtistofan er búin sex rúmgóðum herbergjum fyrir fjölbreytt úrval af snyrti-, nudd- og spameðferðum. Starfsfólk okkar tekur vel á móti öllum gestum og markmið okkar er að allir gangi út hæstánægðir og endurnærðir.

Grand Brasserie

Grand Brasserie er fallegur veitingastaður þar sem þú getur notið fyrsta flokks matargerðarlistar. Veitingastaðurinn er opinn daglega og er með bæði hádegis- og kvöldverðarseðil. Fjölbreytt úrval ljúffengra rétta prýða matseðilinn. Áhersla er lögð á íslenska og norræna matargerð og eingöngu er notast við úrvals hráefni.

Bjórgarðurinn
Bjórgarðurinn

Bjórgarðurinn er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat. Á Bjórgarðinum getur þú gengið að því vísu að fá alltaf góðan bjór, enda bjóðum við ótrúlegt úrval úr öllum áttum, bæði á krana og flöskum. Mikil áhersla er lögð á árstíðarbundinn bjór og samstarf við innlend brugghús. Við sérhæfum okkur í að para saman mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir.

Haust Restaurant
Haust Restaurant

Haust er einstakur veitingastaður í Reykjavík. Matseldin einkennist af ferskum, íslenskum hráefnum í nýjum og spennandi búningi. Nafnið Haust er engin tilviljun en veitingastaðurinn er tileinkaður litum og fegurð íslenska haustsins. Við vildum fanga þessa fegurð og ferskleikann sem fæst við að draga djúpt andann á björtum haustmorgni.