Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19

Heilun á Hellnum

Töfrandi yoga helgi 24.-26. júlí á Fosshótel Hellnum við rætur Snæfellsjökul.

Verð á mann yfir helgina aðeins

79.900 kr.-

í einkaherbergi með öllu inniföldu.

Helgina 24.-26. júlí munum við bjóða upp á andlega og líkamlega næringu í töfrandi umhverfi á Hellnum við Snæfellsjökul. Þessi helgi er hugsuð fyrir alla sem langar að komast í rólegt og friðsælt umhverfi í náttúrunni og gefa sjálfum sér tíma til að endurnæra líkama og sál.

Við munum næra okkur vel í kyrrðinni og fegurðinni allt um kring á Snæfellsnesinu gefa okkur tíma til að njóta og borða hollan mat og komast í betri tengingu við okkur sjálf og gefa okkur frí frá okkar venjulegu rútínu.

Við munum stunda Yoga saman, hugleiða og læra og kynnast aðferðum sem við getum notað eins og öndunaræfingar, streitulosun, slökun og hvernig við getum haft góð áhrif á taugaerfið okkar með þessum aðferðum til þess að læra að slaka betur á og njóta lífsins á hverjum degi en ekki bara þegar við erum í fríi frá daglegu amstri.

Það sem við fáum á svona helgi er rými fyrir okkur sjálf til þess að slaka á og njóta á sama tíma læra og hafa gaman og munum við hvílast vel á þessum töfrandi stað þar sem Fósshótel Hellnar eru og munum við endurræsa taugakerfið okkar og kynnast okkur sjálfum betur og komast nær að okkar eigin kjarna og kynnast betur fegurðinni innra með okkur.

Þessi töfrandi Helgi verður haldin á Fosshótel Hellnum sem er ein af helstu náttúruperlum Íslands þar sem töfrandi náttúran umvefur okkur við rætur Snæfellsjökul

Verð á mann 79.000 kr.- í einkaherbergi með öllu innifalið fyrir helgina

Til þess að tryggja sér pláss þarf að senda staðfestingu á Diego@fosshotel.is.

Ef einhverjir vilja fara saman og gista saman í herbergi verður boðið upp á 20% afslátt á manneskju og ef það er bókað fyrir 10 júlí verður boðið upp á 10% aukafslátt af heildarverðinu.

YOGA
YOGA NIDRA
YOGA Í NÁTTÚRUNNI
CACAO ATHAFNIR
ÖNDUNARÆFINGAR
STREITULOSUN
LÆKNINGAMÁTTURINN Í NÁTTÚRUNNI

⭐ HEILSUFÆÐI
⭐ SLÖKUN
⭐ HEILUN
⭐ TAROT LESTUR
⭐ NÚVITUNDAR ÆFINGAR
⭐ NÁTTÚRUFERÐIR
⭐ SUND
⭐ KVÖLDVAKA/ MÖNTRU SÖNGUR OFL

Upplýsingar um kennara

Agnar Diego hefur stundað hugleiðslu og líkamsrækt í mörg ár og starfar sem yoga kennari hjá Reebok Fitness og er einnig lærður Yoga Nidra kennari. Einnig er hann mikill áhugamaður um íslenska náttúru og starfar hann sem leiðsögumaður.

Sara María Júlíudóttir, er lærður yoga kennari og markþjálfi og er einn af eigendum Eden Yoga Studio og er líka einn af eigendum Yoga Light Warriors sem er skóli fyrir yoga kennara. Einnig er Sara mikið náttúrubarn, listakona og lífskúnster.

Ágústa Kolbrún hefur kennt yoga í áraraðir og væri hokin af reynslu ef það væri ekki fyrir allt það yoga sem hún stundar. Hún stofnaði Jógastúdíó árið 2009 og hefur í heildina haldið sjö yoga kennaranám. Og er hún annar eigandi Yoga Light Warriors sem er skóli fyrir þá sem vilja verða yoga kennarar, auk þess að helga sig yoga þá er hún Reikimeistari og miðlar þeirri heilunar orku einnig áfram.

Dagný Lóa Sigurðardóttir Útskrifaðist sem yoga kennari árið 2019 og er hún einnig frábær kokkur og mun hún sjá um að útbúa gómsætan og heilsusamlegan mat fyrir okkur öll um helgina.

Kolbrún Björnsdóttir rekur jurtaapótekið og hefur einlægan áhuga á að nota allt sem kemur frá náttúrunni til að hjálpa fólki til að líða betur. Og einblínir mikið á meltingarveginn, hvernig þú heldur honum góðum og þá í kjölfarið að öll önnur heilsa verði betri.