Til baka á Grand Hotel Reykjavik

Velkomin á Grand Restaurant

Grand Restaurant er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður þar sem hægt er að njóta fyrsta flokks matargerðarlistar. 

Fjölbreytt úrval ljúffengra rétta prýða matseðilinn. Áhersla er lögð á íslenska og norræna matargerð og eingöngu er notast við úrvals hráefni. Það er okkur sönn ánægja að geta einnig boðið upp á breitt úrval af vínum, sérvalin af vínþjónum okkar.

Borðapantanir
Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 514 8000 eða sendið okkur tölvupóst á veitingar@grand.is.

Grand Restaurant er opinn alla daga frá 12-14 og 18-22. Í Miðgarði og Torfastofu er boðið upp á gott úrval smárétta auk fjölda góðra vína og hanastéla alla daga frá 12-22 og happy hour frá 17-19..

Kvöldverðarhlaðborðið hans Úlfars Finnbjörnssonar

Yfirkokkur á Grand Restaurant er hinn eini sanni "Cordon-Bleu" kokkur, Úlfar Finnbjörnsson. Úlfar hefur skrifað margar bækur og stýrt sjónvarpsþáttum sem snúast um matargerð. Úlfar er oft kallaður hinn Villti kokkur en Úlfar galdrar fram sitt einstaka kvöldverðarhlaðborð alla daga á milli kl. 18 og 22. Meðal þess sem má finna á kvöldverðarhlaðborðinu er:

Súpa dagsins og nýbakað brauð frá bakaríinu á Grand.

Úrval af íslensku salati framleitt úr íslensku grænmeti ásamt fjölbreyttum og skemmtilegum köldum réttum.

Fjölbreyttir fisk- og kjötréttir beint af Grand grillinu og alvöru íslenskt meðlæti.

Gómsætir eftirréttir nýbakaðir úr bakaríinu okkar á Grand. 

7.900 kr. á mann
50% afsláttur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Frítt fyrir 5 ára og yngri