Jólahlaðborð á Fosshotel Heklu

Fosshótel Heklu slær upp sínu árlega jólahlaðborði dagana 24. nóvember og 1. og 8. desember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður

14.950 kr

Gerðu þér dagamun með vinum og fjölskyldu í hátíðarstemningu í vetrardýrðinni á Fosshotel Heklu. Jólahlaðborðin á hótelinu verða vinsælli með hverju árinu enda orðinn fastur liður í jólaundirbúningi sunnlendinga.

Dagsetningar:
24. nóvember - 1. desember - 8. desember
Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð. 
14.950 kr. á mann í jólahlaðborð með gistingu og morgunverði.*  

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 486 5540 eða á netfangið hekla@fosshotel.is.  

Um hótelið

Eitt besta sveitahótel sunnan heiða, einungis í klukkustundar fjarlægð frá borginni en þó í nálægð við margar helstu náttúruperlur Suðurlands, svo sem Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Frá hótelinu er einnig stutt í hálendið, Landmannalaugar, Kjöl og Sprengisand. Þess má geta að hótelið býður upp á heita potta sem eru tilvaldir fyrir slökun eftir langan dag.


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 486 5540 eða sendið okkur tölvupóst á hekla@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
   
Graflax - reyktur lax - úrval af síld - reykt önd - hamborgarhryggur - hangikjöt - eplasalat - rauðrófusalat - kartöflusalat - sinnepssósa - graflaxsósa -piparrótarsósa - tapenade - sjávarréttarpaté - sveitapaté - rúgbrauð - heimabakað bóndabrauð - laufabrauð.
 
Aðalréttir
 
Lambainnralæri - andabringa - fylltar kjúklingabringur - purusteik - kartöflugratín - sykursætar kartöflur - ofnsteikt grænmeti - sveppa Madeirasósa - rauðvínssósa
 
Eftirréttir
 
Eplabaka með ís - ris a la mande - frönsk súkkulaði kaka - créme brúlée með döðlum og piparkökum.