Jólahlaðborð á Fosshotel Húsavík

Fosshotel Húsavík verða með alvöru íslensk jólahlaðborð dagana 24. nóvember sem og 1. og 8. desember. Auka dagsetningar 17. og 30. nóvember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður

14.950 kr

Jólaandinn svífur yfir vötnum og borðin svigna undan ljúffengum hátíðarkræsingum. Gerðu þér dagamun í ljúfri stemningu með fjölskyldum og vinum á Fosshótel Húsavík. Skoðaðu matseðilinn hér fyrir neðan.

Dagsetningar:
24. nóvember (uppselt) - 1. desember (uppselt) - 8. desember (uppselt)
Auka dagsetningar 17. nóvember og 30. nóvember.
Fordykkur kl 18:30 og borðhald hefst kl. 19.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð.
14.950 kr. á mann í jólahlaðborð með gistingu og morgunverði.*  

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 464 1220 eða á netfangið husavik@fosshotel.is. 

Um hótelið

Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick ásamt 8 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns.


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 464 1220 eða sendið okkur tölvupóst á husavik@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
 
Heitreykt gæs með hindberjasósu - grafin gæs með bláberjasósu - jólasíld - taðreykt kindainnanlæri með rauðbeðu salati - grafin lax með hunangssinnepssósu - heitreyktur lax með piparrótarsósu - grafið hreindýr með gráðostasósu - hreindýrapate með bláberjarjóma.
 
Aðalréttir
  
Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum - hunangsgljáð kalkúnabringa með eplasalati - hangikjöt og uppstúfur - svínahamborgarahryggur rauðkál og rauðvínssósa - hægeldaður lambavöðvi með ristuðu rótargrænmeti og kartöflugratini.
  
Eftirréttir
  
Ris ala mande með karamellu og kirsuberjasósu - jólaskyrkaka - tvílaga súkkulaðimousse með karamellu og jólamarengs með jarðaberjum.