Jólahlaðborð á Fosshotel Húsavík

Fosshotel Húsavík verður með alvöru íslensk jólahlaðborð í nóvember og desember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður fyrir 2

31.000 kr.

Jólahlaðborð aðeins 9.900 kr.

Jólaandinn svífur yfir vötnum og borðin svigna undan ljúffengum hátíðarkræsingum. Gerðu þér dagamun í ljúfri stemningu með fjölskyldum og vinum á Fosshótel Húsavík. Skoðaðu matseðilinn hér fyrir neðan.

Athugið, uppselt á allar dagsetningar.

Dagsetningar:
16. nóvember (Uppselt) - 23. nóvember (Uppselt) - 29. nóvember (Uppselt) - 30. nóvember (Uppselt) - 6. desember (Uppselt) - 7. desember (Uppselt) - 14. desember (Uppselt)
Fordykkur kl 18:30 og borðhald hefst kl. 19.

Jólahlaðborð aðeins 9.900 kr. á mann.
Gisting fyrir tvo með morgunverði og jólahlaðborði aðeins 31.000 kr.*
Aukanótt m/morgunmat 12.000 kr.
Uppfærsla í deluxe herbergi 5.000 kr. 
Gisting í eins manns herbergi ásamt morgunverði og jólahlaðborði aðeins 18.900 kr.

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 464 1220 eða á netfangið husavik@fosshotel.is. 

Um hótelið

Fosshotel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina. Húsavík er sannkölluð hvalaskoðunarmiðstöð Íslands, en hvalir og hafið setja svip sinn á innréttingar í hluta hússins. Á hótelinu er að finna veitingastaðinn og barinn Moby Dick ásamt 8 ráðstefnu- og veislusölum fyrir allt að 350 manns.


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 464 1220 eða sendið okkur tölvupóst á husavik@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
 
Jólasíld - heitreyktur lax - taðreyktur lax - silungur - grafinn lax - villibráðarplatti - hreindýrapaté - reykt önd - tvíreykt hangikjöt o.fl.
 
Aðalréttir
  
Lambalæri - kalkúnabringa - hangikjöt - svínahamborgarhryggur - dádýr - purusteik o.fl.
  
Eftirréttir
  
Súkkulaðimouse - jólaskyrkaka - ris a la mande - créme brulée o.fl.