Jólahlaðborð á Fosshotel Mývatni

Fosshótel Mývatni slær upp glæsilegu jólahlaðborði dagana 24. nóvember, 1. desember og 8. desember. Auka dagsetningar 30. nóvember og 15. desember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður

14.950 kr

Gerðu þér dagamun með vinum og fjölskyldu í hátíðarstemningu í vetrardýrðinni á Mývatni. Um er að ræða önnur jólahlaðborðin á þessu nýja og stórglæsilega hóteli og við lofum því að öllu verði til tjaldað.

Dagsetningar:
24. nóvember (uppselt) - 1. desember (uppselt) - 8. desember (uppselt).
Auka dagsetningar 30. nóvember og 15. desember.
Húsið opnar kl. 18. Borðhald hefst kl. 19.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð.
14.950 kr. á mann í jólahlaðborð með gistingu og morgunverði.*  

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 453 0000 eða á netfangið myvatn@fosshotel.is.

Um hótelið

Fosshótel Mývatn opnaði 1. júlí 2017 og býður upp á 92 herbergi í glæsilegu umhverfi norður af Mývatni. Hótelið er hannað af verðlaunaarkitektum og við hönnun og byggingu þess var nánast eingöngu notast við umhverfisvænt byggingarefni. 


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 453 0000 eða sendið okkur tölvupóst á myvatn@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
   
Jólasíld - kryddsíld - rússnesk síld - grafinn lax með sinnepssósu - reyktur lax með piparrótarsósu - rækjukokteill - rauðspretta í raspi með heimalöguðu remúlaði - villibráðarsúpa með koníaki og hreindýrapaté með sultuðum bláberjum.
 
Aðalréttir
 
Dönsk grísapurusteik - kalkúnabringa - hægelduð lambasteik - hnetusteik - önd með bananakaramellusósu og cashew hnetum - hamborgarhryggur með sykurgljáa - ananas og aprikósum og taðreykt hangikjöt.
 
Eftirréttir
 
Íslenskar smákökur - konfekt - ris ala mande - frönsk súkkulaðikaka og gamla góða marengskakan.