Jólahlaðborð á Fosshotel Reykholti

Fosshótel Reykholt fagnar jólunum með einstöku jólahlaðborði þar sem Halli Hólms og Orri skemmta gestum á meðan borðhaldi stendur.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður

14.950 kr

Njóttu jólanna með fjölskyldu og vinum á söguslóðum í Reykholti. Um er að ræða árleg jólahlaðborð en nú með örlitlu breyttu sniði þar sem hótelið sjálft hefur fengið einstaklega fallega uppliftingu og er nú meðal skemmtilegustu hótela á vesturlandi. Halli Hólms og Orri skemmta gestum með jólalögum á meðan borðhaldi stendur.

Dagsetningar:
23. nóvember - 24. nóvember - 1. desember
Borðhald hefst kl. 19 en happy hour verður á barnum frá 18-19.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð. 
14.950 kr. á mann í jólahlaðborð með gistingu og morgunverði.*  

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 435 1260 eða á netfangið reykholt@fosshotel.is.  

Um hótelið

Fosshotel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum, en á þessum stað mátti finna heimkynni Snorra Sturlusonar. Aðeins rúmur klukkutími í akstri frá Reykjavík.


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Þú getur bókað jólahlaðborð með gistingu og morgunverði í síma 435 1260 eða sent okkur tölvupóst á reykholt@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
   
Humarsúpa - reyktur lax - grafið nautakjöt frá Signýjarstöðum - grafinn lax - tvíreykt hangikjöt - síld - paté - grafið hrossafilé.
 
Aðalréttir
 
Hamborgarhryggur - hangikjöt - lambalæri beint frá bónda - nautasteik - purusteik.
 
Eftirréttir
 
Súkkulaðikaka - eplakaka að hætti Fosshotel Reykholts - ris a la mande - smákökur - súkkulaðimús.