Jólahlaðborð á Fosshotel Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur verður með sín árlegu jólahlaðborð dagana 24. og 30. nóvember sem og 1. og 8. desember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður

14.950 kr

Gerðu þér og þínum dagamun á aðventunni með dýrindis krásum og ljúfri stemningu. Jólahlaðborðin á Fosshotel Stykkishólmi eru löngu orðinn hluti af jólaundirbúningi bæjarbúa og nágranna Stykkishólms.

Dagsetningar:
24. nóvember - 1. desember - 8. desember. 

Athugið! Við bætum við auka dagsetningu 30. nóvember vegna mikillar eftirspurnar.

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð 
14.950 kr. á mann í jólahlaðborð með gistingu og morgunverði*  

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 430 2100 eða á netfangið stykkisholmur@fosshotel.is  

Um hótelið

Fosshotel Stykkishólmur er þriggja stjörnu hótel með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús, nýtískulegan bar og fullkominn ráðstefnusal sem tekur allt að 300 gesti.


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 430 2100 eða sendið okkur tölvupóst á stykkisholmur@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
   
Safran lúða - tvær tegundir af heimalagaðri síld - reyktur lax - grafinn lax - þorsklundir með basil tómötum og sjávargrasi - sjávarréttasalat - snöggsteiktur hvalur - humar dumplings.
 
Kjöt
 
Sveitapaté - heitreyktar andabringur - þurrkaður hrossavöðvi í lakkrís - nautatunga - juniper berja lamb - léttreyktar kjúklingabringur - tvíreykt hangikjöt á beini - hamborgarhryggur - anda confit - hangilæri.
 
Aðalréttir
 
Pörusteik - andabringur - hægeldað lambalæri.
 
Meðlæti
 
Sykurbrúnaðar kartöflur - uppstúf - smörsteikt smælki kartöflur - grillað grænmeti - grænar baunir - mömmu salat - heimalagað rauðkál - eplasalat - rauðbeðusalat - bigos - laufabrauð - rúgbrauð - focaccia brauð o.fl.
 
Eftirréttir
 
Heit eplakaka með salthnetum - Ris a la mande með kirsuberjasósu - heimalagaður ítalskur ís með heitri súkkulaðisósu.