Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19

Jólahlaðborð á Fosshótel Vatnajökli

Fosshótel Vatnajökull verður með alvöru íslensk jólahlaðborð í desember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður fyrir 2

31.000 kr

Jólahlaðborð aðeins 9.900 kr.

Athugið upplýsingar eru fyrir jólin 2019. Jólahlaðborð Íslandshótela 2020 verða auglýst síðar.

Fosshótel Vatnajökull fagnar því að jólin séu á næsta leiti með glæsilegum jólahlaðborðum. Boðið verður upp á dýrindis mat og ljúfa skemmtun í anda jólanna. Jólahlaðborð Fosshótela eru haldin víðsvegar um landið og löngu orðin hluti af hátíðarhöldum landsmanna.

Dagsetningar:
7. desember - 14. desember.
Húsið opnar kl. 18 og borðhald hefst kl. 19.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð. 
Gisting fyrir tvo með morgunverði og jólahlaðborði aðeins 31.000 kr.*
Aukanótt m/morgunmat 12.000 kr.
Uppfærsla í deluxe herbergi 5.000 kr. 
Gisting í eins manns herbergi með morgunmat og jólahlaðborði 18.900 kr.

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 478 2555 eða á netfangið vatnajokull@fosshotel.is  

Um hótelið

Fosshótel Vatnajökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn. Boðið er upp á fyrsta flokks veitingastað en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu. 


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 478 2555 eða sendið okkur tölvupóst á vatnajokull@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
   
Jólakydduð sætkartöflu- og graskerssúpa - grafinn og reyktur lax með tilheyrandi sósum - marineruð síld - dönsk lifrakæfa með beikoni og sveppum - kjúklingaliframús með þurrkuðum ávöxtum og hnetum - skelfisksalat með sítrusávöxtum.
 
Aðalréttir
 
Hangikjöt með uppstúf - hamborgarhryggur - kalkúnabringur með sinnepssósu - purusteik með rauðvínssósu - purusteik með rauðvínssósu - grillað lambalæri - hreindýrabollur í villisveppasósu.
 
Meðlæti
 
Sykurbrúnaðar kartöflur - eplasalat - kartöflusalat - rauðkál - grænar baunir.
 
Eftirréttir
 
Súkkulaðikaka með hindberjasósu - créme brulée - bökuð epli með karamellu - ris a la mande með vanillusósu.