Jólahlaðborð á Fosshotel Vatnajökli

Fosshotel Vatnajökull slær upp sínum fyrstu jólahlaðborðum helgarnar 30. nóvember og 1. desember og 7. og 8. desember.

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður

14.950 kr

Fosshotel Vatnajökull fagnar því að jólin séu á næsta leiti með sínum fyrstu jólahlaðborðum. Boðið verður upp á dýrindis mat og ljúfa skemmtun í anda jólanna. Jólahlaðborð Fosshotela eru haldin víðsvegar um landið og löngu orðin hluti af hátíðarhöldum landsmanna.

Dagsetningar:
30. nóvember - 1. desember - 7. desember - 8. desember.
Húsið opnar kl. 18 og borðhald hefst kl. 19.

9.900 kr. á mann í jólahlaðborð. 
14.950 kr. á mann í jólahlaðborð með gistingu og morgunverði.*  

*Gildir fyrir tvo í herbergi og bókast í síma 478 2555 eða á netfangið vatnajokull@fosshotel.is  

Um hótelið

Fosshotel Vatnajökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn. Boðið er upp á fyrsta flokks veitingastað en auk þess er bar og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur á hótelinu. 


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, vinsamlegast hringið í síma 478 2555 eða sendið okkur tölvupóst á vatnajokull@fosshotel.is.

Matseðill

Forréttir
   
Jólakydduð sætkartöflu- og graskerssúpa - grafinn og reyktur lax með tilheyrandi sósum - marineruð síld - dönsk lifrakæfa með beikoni og sveppum - kjúklingaliframús með þurrkuðum ávöxtum og hnetum - skelfisksalat með sítrusávöxtum.
 
Aðalréttir
 
Hangikjöt með uppstúf - hamborgarhryggur - kalkúnabringur með sinnepssósu - purusteik með rauðvínssósu - purusteik með rauðvínssósu - grillað lambalæri - hreindýrabollur í villisveppasósu.
 
Meðlæti
 
Sykurbrúnaðar kartöflur - eplasalat - kartöflusalat - rauðkál - grænar baunir.
 
Eftirréttir
 
Súkkulaðikaka með hindberjasósu - créme brulée - bökuð epli með karamellu - ris a la mande með vanillusósu.