Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19

Grand Jólahlaðborð

Eigðu frábært kvöld með vinum eða fjölskyldu á Grand jólahlaðborði allar helgar frá 15. nóvember til 14. desember.

Glæsilegt jólahlaðborð með yfir

50 réttum

frá Úlfari Finnbjörnssyni yfirmatreiðslumeistara

Athugið upplýsingar eru fyrir jólin 2019. Jólahlaðborð Grand Hótel Reykjavík 2020 verður auglýst síðar.

Grand Hótel Reykjavík býður til jólaskemmtunar með sérstakri hátíðarstemningu þar sem Úlfar Finnbjörnsson yfirmatreiðslumeistari á Grand Hótel Reykjavík mun framreiða yfir 50 jólarétti með villibráðarívafi. 

Skemmtiatriði:
Ásgeir Páll Ásgeirsson, útvarpsmaður og lífskúnstner, verður jólastjóri og bregður sér svo í hlutverk DJ Stekkjastaurs.
Kristjana Guðný, ein efnilegasta jazz söngkona landsins, syngur ljúfan jólajazz ásamt gítarleikara.

Komið og njótið einstaks jólahlaðborðs þar sem okkar helsta áhersla er að njóta og eiga huggulega kvöldstund með fólkinu í kringum okkur.

Jólahlaðborð 11.900 kr. á mann.  

Veitingastjórar okkar eru reiðubúnir að veita faglega ráðgjöf um val á víni sé þess óskað.
Gleðistund (Happy Hour) hefst í Miðgarði og Torfastofu kl. 17:00 og stendur til 19:30. Tilvalið fyrir einstaklinga sem og hópa að gæða sér á drykk fyrir borðhald.

Grand Gisting

Grand Hótel Reykjavík býður jólahlaðborðsgestum tilboð á hótelgistingu.
Gisting í eina nótt í notalegu herbergi með morgunmat - Aðeins 19.900 kr. í tveggja manna herbergi og 17.900 kr. í einstaklingsherbergi*
Gisting bókast í síma 514 8000 eða á netfangið jolahladbord@grand.is.  

Um hótelið

Grand Hótel Reykjavík er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Hótelið hefur hlotið Svansvottun Norræna umhverfismerkisins, gæðavottun Vakans og einnig vottun frá Tún, eftirlits- og vottunarstofu fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. 


Bókanir á jólahlaðborð

Bóka borð

Þú getur bókað jólahlaðborð með gistingu og morgunverði í síma 514 8000 eða sent okkur tölvupóst á jolahladbord@grand.is.

Jólabrunch

Notalegur jólabrunch á sunnudögum á Grand Hotel Reykjavík frá 24. nóvember til 21. desember þar sem jólasveinar kíkja í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Verð 5.800 kr. á mann.

Jólahlaðborð - Matseðill

Brauð
   
Blönduð brauð - Rúgbrauð - Laufabrauð.
  
Kaldir fiskréttir
 
Fjórar tegundir af síld - Birkireyktur lax með aspassósu - Anísgrafinn lax með sinnepssósu - Rækjur með agúrkum og avókadó í klettakálspestó - Hrámarineruð bleikja með súrum - Kryddbakaður lax með engifersósu.
  
Kjöt- og villibráðarplatti
 

Reykt nautatunga með piparrótarsósu - Tvíreykt hangikjöt - Reykt kindainnralæri með sesamvinaigrette - Grafið kindainnralæri með sólberjasósu - Hreindýrapaté með títuberjasósu - Grafinn gæs með bláberjasósu - Grafið hreindýr - Reykt gæs - Reyktur lundi - Blönduð villibráð í berjaosti - Hreindýralifrarmús - Gæsaterrine

 

Kaldir aðalréttir

 
Hamborgarhryggur með púðursykurgljáa og ananas - Hangikjöt með uppstúf - Jólaskinka.
 

Heitir aðalréttir

 

Purusteik á gamla mátan einsog amma gerði hana - Pistasíu og trönuberjafyllt kalkúnabringa - Léttsteiktir dádýravöðvar - Hreindýrabuff í gráðostasósu - Rauðvínssósa - Púrtvínsbætt villisveppasósa - Ofnbakað rótargrænmeti með rósmarín og hvítlauk - Sykurbrúnaðar kartöflur - Gratineraðar kartöflur

 

Vegan

 
Hnetu og byggbuff með blönduðu grænmeti og úlla la la sósu
 

Eftirréttir

 

Ris a la mande með kirsuberjasósu - Crème brûlée - Nýbakaðar smákökur frá Begga í bakaríinu á Grand - Blandað konfekt - After eight súkkulaðikaka - Ávaxtasalat - Hindberja og súkkulaðiterta - Jólapavlova með blönduðum berjum