Æfinga- og dekurferð með Indíönu á Fosshótel Reykholti
Fullkomin blanda af hreyfingu og slökun
Æfinga- og dekurferð með Indíönu á Fosshótel Reykholti
Dagsetning 6.-7. apríl 2025
Kynnum einstaka æfingaferð sem samanstendur af öllu sem nútímakonan þarf á að halda. Góðar æfingar, útivera, dekurstund í fallegri heilsulind, næringarríkur matur & frábær félagsskapur á fallegu hóteli í hæfilegri lengd frá bænum. Kúplaðu þig út úr hversdagsleikanum og njóttu þess að æfa undir leiðsögn hjá reyndum þjálfara.
Fyrir hvern: Ferðin er fullkomin fyrir allar konur sem hafa gaman að því að hreyfa sig, slaka á og njóta. Tilvalin ferð fyrir t.d. vinahópinn, mömmuhópinn, mæðgur eða frænkur. Ekki síður fyrir stakar konur sem vilja prufa eitthvað nýtt í góðum hóp.
Indíana Nanna Jóhannsdóttir er stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland ehf. GoMove er æfingastöð staðsett á Kársnesinu í Kópavogi. Indíana Nanna er yfirþjálfari þar og býður upp á fjölbreytta styrktar- og úthaldsþjálfun fyrir konur. Indíana er reynslumikill þjálfari, leggur mikla áherslu á gæði og er ávallt hugsun á bak við æfingarnar. Hún blandar saman hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum til að tryggja fjölbreytileika og bæta alhliða styrk, úthald og hreyfigetu.
Æfingarnar í ferðinni henta öllum getustigum. Indíana finnur útfærslu á æfingunni sem hentar hverjum og einum.
Innifalið:
• Léttar veitingar við komu
• Gjafapoki
• Tveir hádegisverðir
• Þrjár æfingar
• Gönguferð með leiðsögn
• Aðgangur að fallegri heilsulind
• Fordrykkur
• Þriggja rétta kvöldverður
• Kvöldskemmtun & happdrætti
• Gisting í eina nótt á Fosshótel Reykholti
• Morgunverðarhlaðborð
Æfingar - Markvissar og góðar æfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum og ketilbjöllum undir leiðsögn Indíönu. Æfingarnar eru vel útfærðar og henta öllum getustigum.
Heilsulind - Eftir góða æfingu er tilvalið að slaka á í heilsulind hótelsins, sem býður upp á útipotta, slökunarherbergi, gufubað og eimbað.
Staðsetning - Fosshótel Reykholt er glæsilegt hótel staðsett á friðsælum stað í Borgarfirði, aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá náttúruperlum eins og Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli.
Herbergin – Á Fosshótel Reykholti er herbergin björt, falleg og vel búin öllum helstu þægindum. Hægt er að uppfæra sig í Superior herbergi gegn aukagjaldi en þau herbergi eru stærri.
Gönguferð með leiðsögn - Olga Zoega leiðsögumaður og yoga kennari leiðir gönguna um fallegan skóginn og sögufrægt svæði.
Næringarríkur matur – Undirbúðu þig undir matarveislu sem styður heilbrigt líferni og matreiddur úr hágæða hráefnum.
Tveggja rétta hádegisverður sunnudag
Þriggja rétta kvöldverður sunnudag
Nærandi morgunverðarhlaðborð
Hádegisverður mánudag
Dagskráin er valfrjáls, þú setur þig í fyrsta sæti og gerir það sem þinn hugur og líkami kallar á.
Sunnudagur 6. apríl
Kl 11:00 Mæting á Fosshótel Reykholt
Gjafapoki og léttur biti við komu
Kl 12:00 45 mín hádegisæfing með Indíönu - Styrkur og úthald fyrir öll getustig
Kl 13:00 Tveggja rétta hádegisverður
Frjáls tími - Slökun
Kl 16:00 45 mín æfing með Indíönu - Mobility og slökun
Kl 17:00 Fordrykkur, ostar og heilsulind
Kl 19:30 Þriggja rétta kvöldverður
Kl 20:30 Kvöldskemmtun & happdrætti
Mánudagur 7. apríl
Kl 9:00 45 mín morgunæfing með Indíönu - Styrkur og úthald fyrir öll getustig
Kl 10:00 Morgunverðarhlaðborð
Kl 11:30 Gönguferð með Olgu Zoega
Kl 13:00 Hádegisverður
Kl 14:00 Útritun
Kl 14:15 Heilsulind
Verð:
Standard herbergi: 47.900 kr. á mann miðað við tvo í herbergi (ein greiðsla 95.800 kr.)
Standard herbergi: 57.500 kr. miðað við einn í herbergi
Uppfærsla í Superior herbergi: 5.000 kr. á nótt
Til að fá ennþá meira úr ferðinni er hægt að bæta við aukanótt með morgunverði á frábæru verði. Mælum þá með að koma á laugardeginum, sofa út og njóta morgunverðarhlaðborðs áður en æfingaferðin byrjar kl 11:00. Einnig er hægt að bæta við nótt eftir æfingaferðina til að ljúka ferðinni á fullkomnri slökun.
Takmarkað pláss er í ferðina.
Verð á aukanótt:
Standard herbergi 12.450 kr. á mann miðað við tvo í herbergi (ein greiðsla 24.900 kr.)
Standard herbergi: 22.100 kr. miðað við einn í herbergi
Uppfærsla í Superior herbergi 5.000 kr. á nótt
Til að bóka aukanótt sendið tölvupóst á netfangið reykholt@fosshotel.is með bókunarnúmeri ykkar.