Æfinga- og slökunarferð með Indíönu & Finni Orra á Fosshótel Reykholti

Fullkomin blanda af hreyfingu og slökun fyrir pör eða vinahópa. 

Æfinga- og slökunarferð með Indíönu & Finni Orra á Fosshótel Reykholti 

Dags: 4.-6. apríl 2025

Kynnum einstaka æfingahelgi fyrir pör, vinahópa eða systkini á Fosshótel Reykholti, þar sem heilsusamlegt líferni, ljúffengur matur og afslöppun sameinast í fullkomnu jafnvægi.

Kúplaðu þig út úr hversdagsleikanum og njóttu þess að æfa undir leiðsögn reyndra þjálfara, borða góðan mat og sofa út á Fosshótel Reykholti helgina 4. - 6. apríl. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja prufa eitthvað nýtt í góðum félagsskap eða jafnvel sem endurnærandi foreldrafrí.

Indíana Nanna Jóhannsdóttir og Finnur Orri Margeirssson eru reynslumiklir þjálfarar og munu leiða þessa einstöku æfingaferð. Ofurhjónin eru stofnendur GoMove Iceland ehf sem er æfingastöð staðsett á Kársnesinu í Kópavogi. Indíana Nanna er yfirþjálfari þar og býður upp á fjölbreytta styrktar- og úthaldsþjálfun fyrir konur. Finnur Orri er einnig þjálfari þar og margir þekkja hann úr fótboltanum eftir 17 ára glæsilegan feril í efstu deild. 

Í æfingaferðinni munu þau blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum til að tryggja fjölbreytileika og bæta alhliða styrk, úthald og hreyfigetu. Æfingarnar í ferðinni henta öllum getustigum. Indíana og Finnur Orri aðlaga æfingarnar svo þær henti hverjum og einum.

Hvað er innifalið:
•    Léttar veitingar við komu
•    Gjafapoki 
•    Gisting í tvær nætur á Fosshótel Reykholti
•    Morgunverðarhlaðborð á laugardegi og sunnudegi 
•    Hádegisverður
•    Tveir kvöldverðir
•    Vel útfærðar æfingar samkvæmt dagskrá
•    Val um gönguferð eða hlaup
•    Aðgangur að heilsulind
•    Fordrykkur í heilsulind
•    Happdrætti

Æfingar - Markvissar og góðar æfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum og ketilbjöllum undir leiðsögn Indíönu og Finns Orra. Æfingarnar eru vel útfærðar og henta öllum getustigum.

Heilsulind - Eftir góða æfingu er tilvalið að slaka á í heilsulind hótelsins, sem býður upp á útipotta, slökunarherbergi, gufubað og eimbað.

Staðsetning - Fosshótel Reykholt er glæsilegt hótel staðsett á friðsælum stað í Borgarfirði, aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá náttúruperlum eins og Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli.

Herbergin – Herbergin eru björt, falleg og vel búin öllum helstu þægindum. Hægt er að uppfæra sig í Superior herbergi gegn aukagjaldi en þau herbergi eru stærri.

Næringarríkur matur – Undirbúðu þig undir matarveislu sem styður heilbrigt líferni og matreiddur úr hágæða hráefnum.
Nærandi morgunverðarhlaðborð báða morgnana til að hefja daginn af krafti
Einn aðalréttur í kvöldverð á föstudag 
Tveggja rétta hádegisverður laugardag
Þriggja rétta kvöldverður laugardag

Föstudagur 4. apríl
15:00 Velkomið að innrita sig en dagskrá hefst ekki fyrr en kl 16:00
16:00 Léttar veitingar við komu
16:45-17:30 Full Body Styrkur og Úthald fyrir öll getustig
17:30-17:50 Teygjur og slökun
19:00 Kvöldverður
20:00 Heilsulind

Laugardagur 5. apríl 
Morgunverðarhlaðborð 
10:30-11:45 Full Body Styrkur og Úthald fyrir öll getustig
12:00 Tveggja rétta hádegisverður 
14:00 Hlaup/skokk/göngutúr 
15:00-15:30 Teygjur og slökun eftir göngu/hlaup 
16:30 Heilsulind ásamt fordrykk
19:00 Þriggja rétta kvöldverður 
Happdrætti 

Sunnudagur 6 apríl 
Morgunverðarhlaðborð 
10:00 Sunnudagsæfing fyrir áhugasama
12:00 Útritun
Velkomið að njóta í heilsulind hótelsins eftir útritun og fá aðgang að sturtuaðstöðu. Hægt að geyma töskur í töskugeymslu.

Tími til að endurhlaða og styrkja para- eða vinasambandið. 
Njóttu heilsueflandi samverustundar og endurnærandi helgar í einstöku umhverfi þar sem vellíðan og gæði eru í fyrirrúmi.

Bókaðu núna og tryggðu þér pláss í þessa ógleymanlegu upplifun.

Takmörkuð pláss í ferðina 

Verð:
Standard herbergi  62.250 kr. á mann miðað við tvo í herbergi í tvær nætur (ein greiðsla 124.900 kr.)
Standard herbergi: 87.900 kr. miðað við einn í herbergi í tvær nætur
Uppfærsla í Superior herbergi  10.000 kr. fyrir tvær nætur.

 

 

 

 

Innifalið:

Æfinga- og slökunarferð með Indíönu & Finni Orra á Fosshótel Reykholti.

Tilboðið gildir til

4.-6. apríl 2025

Gildir aðeins á Fosshótel Reykholti.

Greitt við bókun fæst ekki endurgreitt nema ferð sé aflýst. 

Við áskiljum okkur rétt til að aflýsa ferðinni ef ekki fæst nægur fjöldi þáttakenda og veitum þá fulla endurgreiðslu. 

 

Bóka núna