Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Dönsk jólaveisla í Stykkishólmi
Til baka í tilboð

Dönsk jólaveisla í Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur býður upp á sannkallaða danska jólaveislu beint á borðið frá og með 19. nóvember.

Hefðbundin jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi eru löngu orðinn hluti af jólaundirbúningi bæjarbúa og nágranna Stykkishólms. Í ljósi aðstæðna verður ekki hægt að halda slíkan viðburð í ár en það er sönn ánægja að geta boðið upp á sannkallaða danska jólaveislu beint á borðið. 

Flestir kannast við danska daga sem hafa verið haldnir í Stykkishólmi á hverju sumri allt frá árinu 1994 og er ein af elstu bæjarhátíðum bæjarins. Það er til að minna á dönsk tengsl bæjarins en fyrr á öldum voru hér m.a. starfandi danskir kaupmenn, læknir og lyfsali sem rak danskt apótek í bænum. 

Danska jólaveislan verður á Fosshótel Stykkishólmi alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 19. nóvember til og með 12. desember. 

Tilboðsverð:
Gisting og jólaveisla fyrir tvo 29.800 kr. - Sjá nánar
Gisting og jólaveisla fyrir einn 18.400 kr. - Sjá nánar
Dönsk jólaveisla 10.400 kr. á mann

Til að panta borð eingöngu, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið stykkisholmur@fosshotel.is.

Jólamatseðill

Ómar Stefánsson yfirkokkur lærði í Danmörku hjá Erwin Lautherback sem talinn er vera einn af frumkvöðlum í að skapa hið svokallaða nýja norræna eldhús. Hér má sjá lystauka að hætti Ómars sem rammar inn dönsku jólaveisluna.   

Síld, rúgbrauð og snaps
sinnep, egg, pikklaður skarlottulaukur, radísur, garðakarsi

Skarkoli
maltbrauð, seljurótar remúlaði, fennel

Grafinn lax
agúrka, epli, hrogn, dill

Önd
pönnusteikt bringa og hægelduð læri, rauðrófa, jarðskokkar, andagljái með plómum

Purusteik 
brúnaðar kartöflur, rauðkál, brún sósa, rifsber

Ferskur milliréttur að hætti kokksins

Ris a la mande
volg kirsuberjasósa

Nýbakað með kaffinu

Innifalið:
Gisting fyrir tvo
Dönsk jólaveisla fyrir tvo


Í boði frá og með 19. nóvember
Tilboð gildir aðeins á Fosshótel Stykkishólmi
Opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
Afbókunarfrestur 48 klst

Tilboðsverð:

29.800 kr.-

Bóka