Gæðastund á Grand
Gisting í Tower View herbergi með morgunverði, tveggja rétta kvöldverður að hætti Grand Brasserie og aðgangur í Reykjavík Spa fyrir tvo.
Er skemmtilegt tilefni eða vantar smá tilbreytingu? Frábært tilboð til að njóta lífsins saman. Afmæli, útskrift, vinahópar, parahittingur, sambandsafmæli eða kósýkvöld. Tilvalið að gleðjast á einu stærsta og glæsilegasta hóteli borgarinnar. Innifalið er gisting í eina nótt í Tower View herbergi á Hótel Reykjavík Grand ásamt tveggja rétta kvöldverði að hætti hússins á Grand Brasserie veitingastað hótelsins, morgunverðarhlaðborði og aðgangi að Reykjavík Spa fyrir tvo.
Matseðill
Aðalréttir, val á milli:
Smjörsteiktur lax, dillkartöflur, grænmeti, hvítvínsósa
Kalkúnasneiðar Úlla la, sellerírót, kartöflumauk, trönuberjasulta, rósmarínsósa
Eftirréttur:
Bláberjamousse kaka
Einstakt tilboð fyrir tvo 34.900 kr.
Gildir vetur okt til/með apríl
Aukanótt með morgunverði: 23.900 kr.
Uppfærsla í Junior Svítu: 12.000 kr. nóttin.
Hótel Reykjavík Grand er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu hótel fyrir þá sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Grand Brasserie er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður á Grand Hótel Reykjavík. Yfirmatreiðslumeistari staðarins er Úlfar Finnbjörnsson en matseðillinn prýðir marga af hans vinsælustu réttum í gegnum tíðina.
Hægt er að kaupa tilboðið sem gjafabréf hér.
Gjafabréfið gildir vetur okt til/með apríl í 1 ár.