Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Jólaveisla á Fosshótel Stykkishólmi
Til baka í tilboð

Jólaveisla á Fosshótel Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur verður með sannkallaða jólaveislu í glæsilegum og nýuppgerðum veislusal.

Jólahlaðborðin á Fosshótel Stykkishólmi eru löngu orðinn hluti af jólaundirbúningi bæjarbúa og nágranna Stykkishólms. Það er sönn ánægja að tilkynna að jólaveislan í ár verður haldin í nýuppgerðum og glæsilegum veislusal hótelsins.  

Dagsetningar:
21. nóvember - 28. nóvember
5. desember - 12. desember

Tilboð með og án gistingar:
Gisting og jólaveisla fyrir tvo 29.800 kr. - Sjá nánar
Gisting og jólaveisla fyrir einn 18.400 kr. - Sjá nánar
Jólaveisla 10.400 kr. á mann

Til að panta borð eingöngu, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið stykkisholmur@fosshotel.is.

Athugið að á bókunarsíðunni er gistitilboðið stillt á fyrsta kvöldið, 21. nóvember, en það er einfalt að velja aðrar dagsetningar í dagatalinu í fyrsta bókunarskrefi.    

Til að bóka tvær nætur eða fleiri, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á ofangreint netfang. Aukanótt kostar 11.000 kr.

Verð eru án morgunverðar. Morgunverðarhlaðborð kostar 2.300 kr. á mann. Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt. Gengið er frá pöntun og greiðslu á hótelinu.

Hægt er að nýta ferðagjöfina sem greiðslu upp í gistingu eða veitingar þegar gengið er frá greiðslu á staðnum.

Hótelið áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulaginu á viðburðinum m.t.t. sóttvarnareglna en allt frá byrjun COVID-19 faraldursins hefur verið lögð mikil áherslu á það að tryggja öryggi bæði gesta og starfsfólks.   

Í fyrra komust færi að en vildu og því um að gera að vera tímanlega í að bóka! Upplýsingar um matseðilinn birtast hér mjög fljótlega. 

Innifalið:
Gisting fyrir tvo
Jólaveisla


Dagsetningar í boði 21/11, 28/11, 5/12, 12/12
Tilboð gildir aðeins á Fosshótel Stykkishólmi
Afbókunarfrestur 48 klst

Tilboðsverð:

29.800 kr.-

Bóka