Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Jólaveisla að hætti Úlla
Til baka í tilboð

Jólaveisla að hætti Úlla

Grand Brasserie býður upp á jólaveislu sem samanstendur af dýrindis jólaréttum og er borin beint á borð í hádeginu og á kvöldin.

Njótið aðventunnar með fjölskyldunni, vinahópnum eða samstarfsfélögum í dýrindis jólaveislu að hætti Úlla á Grand Brasserie. 

Jólaveislan er borin fram fyrir hvern og einn og samanstendur af okkar bestu jólaréttum.

Í boði alla daga, hádegi og kvöld, frá 25. nóvember til 22. desember.

Verð á einstakling:
Hádegi 9.900 kr 
Kvöld 13.900 kr 

Bókanir berist á netfangið jolahladbord@grand.is

Athugið að nauðsynlegt er að bóka jólaveislu með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Vinsamlegast látið vita af ofnæmi og/eða sérþörfum við bókun.

Úlfar Finnbjörnsson hefur verið einn af fremstu kokkum landsins um árabil og hefur unnið til fjölda verðlauna á ferli sínum. Hann hefur gefið út verðlaunaðar matreiðslubækur, verið með vinsæla matreiðsluþætti og í kokkalandsliðinu um nokkurra ára skeið.

Jólamatseðill

Kaldir forréttir

Jóla- og karrýsíld á kryddbrauði · Hvannar- og anísgrafinn lax með sinnepssósu · Birkireyktur lax með aspassósu · Gæsalifrarmús með rauðlaukssultu · Hreindýrapaté með týtuberjasósu · Lakkrísleginn svartfugl · Tvíreykt lamb með piparrótarsósu · Blönduð brauð og smjör.

Aðalréttir

Einiberjamarinerað dádýr · Gljáður Hamborgarhryggur · Trönuberjafyllt kalkúnabringa · Sykurbrúnaðar kartöflur · Eplasalat · Heimalagað rauðkál · Melónu- og mangósalat · Blandað grænmeti · Trönuberjasulta · Villisveppasósa · Rauðvínssósa.

Eftirréttir

Súkkulaði- og hindberjaterta · Ástríðuávaxta- og mandarínumús · After Eight kaka.

Innifalið:
Jólaveisla fyrir einn beint á borðið


Í boði frá 25. nóvember á Grand Brasserie - Grand Hótel Reykjavík

Hádegi 9.900 kr 
Kvöld 13.900 kr 

Hafa samband