Skíðagöngunámskeið á Húsavík

Fosshótel Húsavík býður upp á gistingu og skíðagöngunámskeið í mars.

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur síðastliðna vetur og endurtökum nú leikinn!   

Fosshótel Húsavík er vel útbúið og frábærlega staðsett hótel í hjarta Húsavíkur. Í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá skíðasvæðinu og GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt. 

Skíðagöngunámskeiðin verða frá föstudegi til sunnudags helgarnar 1.-3. mars og 8.-10. mars í samstarfi við skíðakennarana Auði Kristínu Ebenezerdóttur og Óskar Jakobsson en þau eru þaulreyndir skíðagönguþjálfarar og leiðbeinendur. Æfingar fara fram á skíðasvæði Húsavíkur á Reykjaheiði sem er rétt vestan Höskuldsvatn í um 7 km. fjarlægð frá Húsavík. Alls verða fjórar æfingar; ein á föstudeginum, tvær á laugardeginum og ein á sunnudeginum. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla. 

Tilboðsverð:
Gisting og skíðagöngunámskeið verð frá 74.950 kr á mann miðað við tvo í herbergi. 
Gisting og skíðagöngunámskeið verð 87.400 kr. miðað við einn í herbergi.  
Uppfærsla í Deluxe Herbergi 10.000 kr.   

 

Innifalið:

  • Gisting í tvær nætur með morgunverði
  • Skíðagöngunámskeið alla þrjá dagana
  • Kennsla í umhirðu búnaðar
  • Tveggja rétta kvöldverður föstudagskvöld
  • Hádegisverður laugardag
  • Þriggja rétta kvöldverður laugardagskvöld
  • Aðgangur í Sjóböðin í eitt skipti að eigin vali föstudag til sunnudags

Hvað skal koma með?
Gönguskíði, stafi, skó, útivistarfatnað og góða skapið. Akstur til og frá æfingastað er ekki innifalið í tilboðinu.

Þjálfarar munu miðla upplýsingum um hvaða búnað er gott að hafa á námskeiðinu. Þátttakendur fá boð eitt kvöld í febrúar að mæta í Útilíf og fá fræðslu um búnað. Verður auglýst síðar. 

Dagsetningar

1. - 3. mars 
8. - 10. mars

Skilmálar   

  • 25% óendurkræft staðfestingargjald er skuldfært af kortinu sem er skráð þegar bókun er gerð 
  • Eftirstöðvar greiðast á hótelinu
  • Hægt að breyta bókun eða afbóka allt að 14 dögum fyrir komu en staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt
  • Ef námskeiðið fellur niður sökum veðurs eða af öðrum ástæðum þá er endurgreitt að fullu.
Innifalið:

Gisting fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði, hádegisverður, kvöldverðir, skíðakennsla alla þrjá dagana, kennsla í umhirðu búnaðar og aðgangur í GeoSea sjóböðin.

Dagsetningar:

1. - 3. mars  &  8. - 10. mars.

Bóka núna