Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Undir Jökli
Til baka í tilboð

Undir Jökli

Íshellaskoðun með Local Guide og gisting fyrir tvo í eina nótt á glæsilegu 4 stjörnu hóteli.

Dvöl á Fosshótel Jökulsárlóni er tilvalið krydd í hversdagsleikann. Njóttu lífsins í þægilegu og nútímalegu herbergi umvafinn fallegri hönnun, framúrskarandi veitingum og líflegum bar. Hótelið er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel staðsett á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands. 

Rannsakaðu leyndardóma jökulsins í íshellaskoðun með reyndum leiðsögumönnum Local Guide sem leiða þig á vit ævintýranna. Ferðin tekur um 3-4 klukkutíma. Nánar um þessa einstöku upplifun hér að neðan.  

Einstakt tilboð fyrir tvo á aðeins 41.900 kr.  

Aukanótt aðeins 13.900 kr.

  • Til að bóka tilboðið í tvær nætur er dvölin framlengd í dagatalinu í fyrsta bókunarskrefi.    
  • Verð eru án morgunverðar. Morgunverðarhlaðborð kostar 2.800 kr. á mann. Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt. 
  • Tilboðið er í gildi til og með 1. janúar 2022. 

Um Local Guide og íshellaferðina
Local Guide er lítið fjölskyldufyrirtæki með rætur í Öræfum sem hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Starfsfólk þess býr yfir umfangsmikilli þekkingu á öllu Vatnajökulssvæðinu og sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna og ísgöngum á sumrin. 

Íshellaferðin tekur um 3-4 klst með öllu en það er þó breytilegt eftir aðstæðum. Brottför er frá rútubílastæðinu á Jökulsárlóni þar sem Local Guide er á merktum bíl.

Ferðin er ekki líkamlega krefjandi en eðli málsins samkvæmt er oft kalt og hvasst um vetur. Local Guide útvegar sértækan jöklabúnað eftir aðstæðum, svosem hálkubrodda og hjálm. Til þess að komast að íshellinum er keyrt á breyttum jeppum og farið eins nálægt jöklinum og mögulegt er. Gangan að íshellinum tekur um 25 mínútur.  

Íshellar hafa verið vinsælir meðal ferðamanna og ekki er það af ástæðulausu! Er þú stendur á Vatnajökli, stærsta jökli Evrópu utan heimskautasvæðanna, umkringdum fornum bláum ís, muntu eflaust skilja vinsældir þeirra. 

Hvað skal koma með?
Góða gönguskó/vetrarskó, húfu og vettlinga. Klæddu þig eftir veðri; flís, ull, vind- og vatnsheld föt, og jafnvel dúnúlpu. Það er gott að vera vel klæddur inni í íshellinum til þess að geta notið hans í rólegheitum.

Fyrir nánari upplýsingar um jöklaferðina, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið info@localguide.is. Einnig hægt að hafa samband við Fosshótel Jökulsárlón í síma 514 8300 eða á netfangið glacier@fosshotel.is.

Innifalið:
Gisting fyrir tvo í eina nótt í standard herbergi 
Hálfsdags íshellaferð með Local Guide 


Tilboðið gildir aðeins á Fosshótel Jökulsárlóni.
Afbókanlegt með 48 klst. fyrirvara.

Tilboðsverð:

41.900 kr.-

Bóka