Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Einstök tilboð í haust og vetur - 2 nætur
Til baka í tilboð

Einstök tilboð í haust og vetur - 2 nætur

Tveggja nátta samfelld gisting á sama hóteli á einstökum tilboðskjörum!

Upplifðu vetrardýrðina á Íslandi og njóttu einstakra tilboðskjara þegar þú gistir hjá Íslandshótelum. 

Tveggja nátta samfelld gisting frá 21.930 kr. á sama hóteli. Verð fyrir tvo á þriggja stjörnu hóteli án morgunverðar.

Tilboðið er í gildi út árið og hægt er að bóka gistingu út apríl 2021. Bókað beint á vefnum og hægt að afbóka allt að 48 tímum fyrir komu. 

Hægt er að nýta ferðagjöfina sem greiðslu upp í gistingu, veitingar eða dekur þegar gengið er frá greiðslu á staðnum.  

Hótel í boði:

  • Grand Hótel Reykjavík
  • Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)
  • Fosshótel Húsavík
  • Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)
  • Fosshótel Stykkishólmur

Morgunverður
Morgunverður er ekki innifalinn en boðið er upp á nokkra valkosti. Verði breyting á því, þá mun morgunverðarhlaðborð kosta 2.500 kr. og sömu afsláttarkjör gilda fyrir börn. 

  1. Hefðbundinn (en. continental) morgunverður 1.800 kr.
  2. Enskur morgunverður 2.500 kr.
  3. Vegan morgunverður 1.600 kr.
  4. Morgunverðarnesti 1.800 kr.

Gengið er frá pöntun og greiðslu á hótelinu. Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt. Einnig bjóðum við upp á frítt morgunkorn og ávöxt fyrir börn 0-6 ára. Það ættu því allir að fara saddir og sælir út í daginn!

Vetrartilboð 20/21

Bókunarskilmálar:

Tilboð bókanlegt til 31.12.20.
Gildir fyrir gistingu til 30.04.21.
Gisting í tveggja manna herbergi án morgunverðar á sama hóteli.
Gildir á völdum hótelum.
Greitt er fyrir gistingu á hótelinu (hægt að nýta ferðagjöfina).

Bókaðu núna