Gisting fyrir tvo í eina nótt - þriggja rétta kvöldverður á Grand Brasserie - morgunverðarhlaðborð
Er skemmtilegt tilefni eða vantar smá tilbreytingu ? Frábært tilboð til að njóta lífsins saman. Afmæli, útskrift, vinahópar, parahittingur, sambandsafmæli eða kósíkvöld. Tilvalið að gleðjast á einu stærsta og glæsilegasta hóteli borgarinnar. Innifalið er gisting í eina nótt í Tower View herbergi á Grand Hótel Reykjavík ásamt þriggja rétta kvöldverði á Grand Brasserie veitingastað hótelsins og morgunverðarhlaðborði.
Þriggja rétta kvöldverður
Forréttur: Humarsúpa - humar, hörpuskel, smokkfisk tempura
Aðalréttur: Lambainnralæri marinerað í sítrus og kryddjurtum, trufflukartöflupressa, bakaður fennel og Bernaise sósa
Eftirréttur: Hvítsúkkulaði- og saltkaramellufrauð, mangokrapís, ástaraldin sósa
Einstakt tilboð fyrir tvo 29.900 kr.
Hægt er að nýta ferðagjöfina sem greiðslu upp í gistingu, veitingar eða dekur þegar gengið er frá greiðslu á staðnum.
Grand Hótel Reykjavík er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu hótel fyrir þá sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Grand Brasserie er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður á Grand Hótel Reykjavík. Yfirmatreiðslumeistari staðarins er Úlfar Finnbjörnsson en matseðillinn prýðir marga af hans vinsælustu réttum í gegnum tíðina.
Innifalið:
Gisting fyrir tvo í Tower View herbergi
Morgunverðarhlaðborð
Þriggja rétta kvöldverður á Grand Brasserie
Gildir til 31. maí 2021
Gildir með fyrirvara um bókunarstöðu og gildandi samkomutakmarkanir
Greitt er fyrir tilboðið á hótelinu
Tilboðsverð:
29.900 kr.-
Bóka