Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19

Ábyrgðarstefna

Íslandshótel leggja metnað sinn í að sinna samfélagslegri ábyrgð og veita styrki til þarfra málefna og eru umhverfismál, forvarnarmál og líknarmál þar fremst í flokki.

Styrkjanefndin okkar hittist í hverjum mánuði og fer yfir allar styrkjabeiðnir. Það er okkur sönn ánægja að styrkja viðurkennd hjálparsamtök og við tökum öllum ábendingum um þörf málefni fagnandi.

Hér er listi yfir nokkur málefni sem Íslandshótel hafa styrkt á undanförnum árum.

Umhyggja
Umhyggja

Umhyggja er styrktarfélag langveikra barna sem vinnur að bættum hag þeirra og fjölskyldna. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna ásamt fagfólki innan heilbrigðiskerfisins.

Helstu stefnumál félagsins eru að veita upplýsingar um þarfir langveikra barna og benda stjórnvöldum á þær þarfir, hvetja til úrbóta á aðbúnaði veikra barna ásamt því að stuðla að samvinnu innlendra jafnt sem erlendra félaga með sambærilegri stefnu að leiðarljósi.

Votlendissjóðurinn
Votlendissjóðurinn

Stærsta áskorun samtímans er að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem veldur hlýnun jarðarinnar.  Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi.

Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að vinna að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Sérfræðingar Landgræðslunnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Fuglaverndar, Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi og Náttúrstofurnar veita sjóðnum faglega ráðgjöf við mat á verkefnum sjóðsins.

Fjölskylduhjálp Íslands
Fjölskylduhjálp Íslands

Fjölskylduhjálp hefur starfað í þágu kvenna, karla og barna í neyð. Þörf fyrir starfsemi sem þessa hefur farið vaxandi undanfarin ár en starfsárið 2012 til 2013 úthlutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum samanborið við 15.000 árið 2006.

Þeir hópar sem leita helst til samtakanna eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar. Þörfin er mikil.

Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið

Félagið var stofnað árið 1951 og er í dag byggt upp af þrjátíu smærri aðildarfélögum. Tilgangur félagsins er að styðja og efla baráttuna gegn krabbameini, t.d. með því beita sér fyrir virkri opinberri stefnu þegar kemur að forvörnum, greiningu o.fl., stuðla að þekkingu, efla krabbameinsrannsóknir ásamt fleiri markmiðum.

Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og er ætlað að sinna þörfum þess ásamt aðstandendum þeirra. Helstu markmið félagsins eru að vinna markvisst að velferð og þeim málefnum er varða andlegar og félagslegar þarfir þessa unga fólks. 

Samhjálp
Samhjálp

Félagasamtök sem hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í rúm 40 ár ásamt því að standa vaktina fyrir þá sem hafa átt við áfengis- og fíkniefnavandamál að stríða.

Markmið samtakanna eru að aðstoða þá einstaklinga sem hafa lent undir í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, með því að stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. 

AHC samtökin á Íslandi
AHC samtökin á Íslandi

AHC stendur fyrir „Alternating Hemiplegia of Childhood“ sem er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem lýsir sér með lömunarköstum þar sem einstaklingurinn lamast öðrum megin eða báðum megin líkamans. Samtökin voru stofnuð árið 2009 af Sigurði Hólmari Jóhannssyni og Ragnheiði Erlu Hjaltadóttur en þau eru jafnframt foreldrar Sunnu Valdísar, fyrsta AHC sjúklingsins á Íslandi.

Verndari samtakanna er Ólafur Darri Ólafsson, leikari, en tilgangur þeirra er að stuðla að vitundarvakningu um tilvist sjúkdómsins, veita aðstandendum og sjúklingum stuðning og kynna rannsóknir á sjúkdómnum.

Gigtarfélag Íslands
Gigtarfélag Íslands

Félagið telur í dag yfir 5.100 virka félaga en félagið stendur fyrir hópþjálfun(leikfimi) fyrir gigtarfólk, í sundlaug og í sal,  heldur námskeið og fræðslufundi um gigtarsjúkdóma og tengd efni.

Helstu markmið félagsins eru að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma og berjast gegn gigtarsjúkdómum með því að stuðla að almennri umræðu um þá og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélagið, efla meðferð og endurhæfingu o.fl.