Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Til baka í fréttir

Fosshotel Húsavík komið í Vakann

Fosshótel Húsavík hefur bæst í hóp vaskra Vakafyrirtækja og flaggar með stolti þremur stjörnum superior og brons merki í umhverfishlutanum.

Fosshotel Húsavík komið í Vakann

Fosshótel Húsavík hefur hlotið Vakann, sem er gæðakerfi stýrt af Ferðamálastofu. Vakinn hefur það markmið að stuðla að góðri og ábyrgri ferðaþjónusta á Íslandi sem og sjálfbærum atvinnurekstri. Fosshótel Húsavík flaggar með stolti þrem viðurkenndum stjörnum superior og brons viðurkenning í umhverfishlutanum. Þar með eru 8 hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðir á vegum keðjunnar Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.

Fosshótel Húsavík er glæsilegt þriggja stjörnu ráðstefnuhótel staðsett miðsvæðis í stærsta bæ Þingeyjarsýslu, Húsavík. Stutt er í helstu náttúruperlur landshlutans, Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Dimmuborgir og svo mætti lengi telja. Eins er ekki langt að sækja afþreyingu svo sem hvalaskoðun, veiðar, siglingar eða jarðböð. Staðurinn er fallegur heim að sækja hvort heldur sem að sumri eða vetri, enda alægjör skíðaparadís.

Fosshótel Húsavík býður upp á 110 standard og deluxe herbergi. Hönnunin er stílhrein og smekkleg. Hótelið er með 8 glæsilega og fjölbreytilega ráðstefnusali sem henta við öll tækifæri, samkomur, fundir, brúkaup, veislur, tónleikar og hvataferðir. Salirnir eru af öllum stæðrum og taka allt að 250 manns í sitjandi veislu. Fyrirtaks veitingastaður og bar eru á hótelinu.  

Fosshótel Húsavík er stoltur þáttakandi í Vakanum Gæðaviðmið Vakans fyrir hótel eru unnin samkvæmt gæðaviðmiðum frá evrópska Hotelstars kerfinu sem leitt er af Hotrec samtökunum en viðmið fyrir aðra gistiflokka Vakans byggja á Qualmark. Mikil vinna hefur verið lögð í að staðfæra kerfið og laga að íslenskum aðstæðum og kom fjöldi aðila úr ferðaþjónustu auk sérfræðinga á ýmsum sviðum að verkefninu. Ferðamálastofa stýrir Vakanum en verkefnið var unnið í samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálasamtök Íslands.