Til baka í fréttir

Halldór til Íslandshótela

Halldór til Íslandshótela

Halldór R. Lárusson hefur verið ráðinn Markaðsfulltrúi hjá Íslandshótelum. Halldór er fæddur árið 1957. Hann útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla og lauk svo námi í grafískri hönnun við Otis Art Institue of Parsons School of Design í Los Angeles árið 1990.

Halldór byrjaði starfsferil sinn hjá auglýsingastofu Ernst Backman. Síðar starfaði hann hjá Íslensku Auglýsingastofunni frá 1996-2004. Halldór var svo listrænn stjórnandi hjá Cohn & Wolfe, verkefnastjóri hjá Basecamp og tók að sér fjölmörg verkefni þar til hann hóf störf sem verkefnastjóri og grafískur hönnuður hjá Toyota á Íslandi. Þar starfaði hann frá árunum 2007-2015 auk þess að vera formaður starfsmannafélags Toyota frá 2012-2015. Halldór hefur starfað með öllum helstu fyrirtækjum landins m.a. Brimborg, Skeljungi, Skífunni, TM, RÚV, Landsbankanum, Vodafone, Hagkaup, Ikea, Emmessís auk fjölda annarra.

Íslandshótel reka alls 18 hótel sem eru staðsett víðsvegar um landið. Innan keðjunnar munu starfa um 1.000 manns og á síðasta ári seldust um 500.000 gistirými. Íslandshótel reka meðal annars Grand Hótel Reykjavík, Best Western Hótel Reykavík, Hótel Reykjavík Centrum og Fosshótelin sem eru staðsett víða um land.