Til baka í fréttir

Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition

Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition

Fyrsta Iceland Tourism Investment Conference & Exhibition, eða ITICE 2016, er haldin í Hörpu þessa dagana, eða frá 29. febrúar og 1. mars. ITICE er ráðstefna um fjárfestingar og viðskipti í ferðaþjónustu sem og sýning fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu en markmið ráðstefnunnar er að auka þekkingu rekstraraðila, fjárfestingasjóða, banka, stofnana og fjárfesta á öllum þáttum sem snerta rekstur og fjárfestingar í ferðaþjónustu.

Á sýningunni eru birgjar og fyrirtæki í ferðaþjónustu svo sem matvæla- og drykkjavörufyrirtæki, bankar, lögfræðistofur, ýmis tækni- og fjarskiptafyrirtæki, húsgagnabirgjar, heildsölur og fleira. Þessir aðilar eru að kynna vörur sínar og þjónustu.

Íslandshótel er einn af samstarfsaðilum ráðstefnunnar en þeir eru einnig með sýningarbás þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem Íslandshótel bjóða upp á.