Til baka í fréttir

Íslandshótel í Vakann

Á myndinni má sjá Davíð T. Ólafsson framkvæmdastjóra Íslandshótela flytja erindi.

Íslandshótel í Vakann

Íslandshótel hafa hlotið stjörnuflokkun Vakans fyrir sex hótel á sínum vegum en það eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Best Western Hótel Reykjavík, Fosshótel Baron, Fosshótel Lind og Fosshótel Reykjavík.

Auk þess fá veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir gæðaviðurkenningu Vakans og umhverfisflokkun líkt og áðurnefnd hótel. Fleiri hótel innan Íslandshótela munu fylgja í kjölfarið á næstu misserum.

Vakinn er sérhannað gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, byggt á erlendri fyrirmynd. Meginmarkmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, jafnframt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.  Íslandshótel eru afar stolt af að hafa farið í þessa ítarlegu vinnu og fyrir að hafa náð svo glæsilegum árangri á sviði gæða og umhverfismála.

Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. april. Gestir hlýddu á skemmtileg og fróðleg erindi og boðið var upp á ljúffengar veitingar af matseðli Grand Restaurant sem og sýnishorn af lífrænt vottuðum morgunverði Grand Hótels. 

Um Íslandshótel

Íslandshótel á og rekur 16 hótel. Þau eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Best Western Hótel Reykjavík, Hótel Reykjadalur og Fosshótelin sem eru 12 talsins. Hjá Íslandshótelum starfa þegar mest lætur um 1000 manns og í sumar mun fyrirtækið bjóða upp á rúmlega 1.700 herbergi.