Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19

Íslandshótel fagna sumrinu og bjóða hunda velkomna!

Það er auðvelt að skipuleggja fríið með gistingu hjá Íslandshótelum hringinn í kringum landið. Hjá okkur fá allir fjölskyldumeðlimir að gista með.

Mörg spennandi tilboð í boði og aukakostnaður fyrir hundinn einungis 3.000 kr fyrir herbergi á dag. 

Fyrirsætan okkar er Sindra Mosi, sem er íslenskur fjárhundur í eigu starfsmanns Íslandshótela. :)

SKOÐA TILBOÐ

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bokun@islandshotel.is.

Hundar eru leyfðir á öllum okkar hótelum út árið 2021 en takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli. Mikilvægt er að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för því þeir fara í fyrirfram ákveðin herbergi.

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

 • Taka skal fram við bókun að hundur fylgi, þar sem sérstökum herbergjum er úthlutað
 • Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótelsins
 • Við inn- og útritun skal hundur bíða bundinn úti eða í bíl
 • Hundar skulu vera í taumi á leið til/frá herbergi
 • Hunda má ekki skilja eftir eina á herbergi
 • Æskilegt er að hundar séu í búri inn á herbergi
 • Hundar skulu vera vel siðaðir og hávaðalausir
 • Við innritun er greitt 3.000 kr þjónustugjald fyrir herbergi á dag fyrir allt að tvo hunda
 • Gestir bera ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda
 • Verði ónæði af hundinum áskilja Íslandshótel sér rétt til að vísa honum og eigendum á dyr 

Muna eftir helstu nauðsynjum fyrir hundinn!

 • Skálar fyrir mat og vatn
 • Hundapokar
 • Aukaól
 • Nammi og leikföng
 • Sjúkrataska (teip, grisjur, klóaklippur, verkjalyf fyrir hunda o.fl.)