Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19

Umhverfismál Íslandshótela

Íslandshótel vinnur að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er og í öllu okkar starfi er lögð áhersla á umhverfisvernd.

Á Grand Hótel Reykjavík er úrgangur flokkaður í

26 flokka

og leggur hótelið línurnar fyrir önnur hótel innan keðjunnar

Svansvottað hótel

Svansvottað hótel

Grand Hótel Reykjavík er fyrsta hótel Íslandshótela til að hljóta Svansvottun, vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel.

Við erum afar stolt af Svansvottun Grand Hótel Reykavíkur en það er enn sem komið er eina hótelið í keðjunni með slíka vottun en við leggjum afar mikla áherslu á umhverfisstarf. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Með tilkomu Svansins hefur Grand Hótel Reykjavík lágmarkað heildarumhverfisáhrif starfseminnar en þar er úrgangur flokkaður í 26 mismunandi flokka.

Vakinn

Vakinn

Íslandshótel er stoltur þátttakandi í Vakanum sem er gæðakerfi stýrt af Ferðamálastofu.

Markmið Vakans er að stuðla að góðri og ábyrgri ferðaþjónusta á Íslandi sem og sjálfbærum atvinnurekstri. Vakinn er byggður á nýsjálensku gæðakerfi fyrir ferðaþjónustu sem kallast Qualmark. Mikil vinna hefur verið lögð í að staðfæra kerfið og laga að íslenskum aðstæðum og að því kom fjöldi aðila úr ferðaþjónustu auk sérfræðinga á ýmsum sviðum.

Nú þegar hefur Vakinn innleitt:

 • Fosshótel Reykjavík,
 • Fosshótel Baron,
 • Fosshótel Lind,
 • Fosshótel Rauðará,
 • Fosshótel Húsavík,
 • Fosshótel Glacier Lagoon,
 • Grand Hótel Reykjavík
 • Hótel Reykjavík Centrum.

Önnur hótel eru í innleiðingarferli.

Festa - Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Íslandshótel er einn aðal bakhjarl Festu - miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og höfum við skrifað undir yfirlýsingar Festu er varða aðgerðir í loftslagsmálum og ábyrga ferðaþjónustu. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við eftirfarandi:

 • Ganga vel um og virða náttúruna.
 • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
 • Virða réttindi starfsfólks.
 • Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

Að ganga vel um og virða náttúruna

Við flokkum, vigtum og sendum til endurvinnslu allt sorp og annað sem fellur til. Við notum vottaðar sápur og hreinsiefni og förum sparlega með efni. Við tryggjum að starfsfólk hafi góða þekkingu og beiti viðurkenndum aðferðum í umhverfisstarfi hótelanna og fylgjumst með nýjungum í umhverfismálum. Við bjóðum ekki upp á einnota vörur sé þess kostur og við tryggjum að flokkun á sorpi sé aðgengileg bæði fyrir starfsmenn og gesti. Innkaupastefna okkar mælir fyrir um að kaupa lífrænt vottaðar vörur ásamt vörur úr nærumhverfi okkar, sé þess kostur.

Við erum virkur þáttakandi í umhverfis- og samfélagsstarfi og viljum gera eins vel og kostur er til þess að efla slíkt starf.

Að tryggja öryggi gesta okkar og kom fram við þá af háttvísi

Hjá okkur er umhverfis- og öryggisstefna fastmótuð og sýnileg gestum á áberandi stöðum. Við höfum markað okkur ákveðna gæðastefnu og tökum þátt í gæðakerfum á borð við Svaninn, Vakann og vottunarstofunni Tún. Við tryggjum öryggi gesta okkar meðal annars með því að bjóða þeim aðeins upp á vottaðar sápuvörur, upplýsum gesti um veður og færð á vegum og ráðleggjum við útleigu bíla og sölu ferða.

Við virðum réttindi starfsfólks

Við greiðum að sjálfsögðu laun samkvæmt gildandi kjarasamningum og höfum sett okkur skýra stefnu í mannauðsmálum varðandi forvarnastefnu, starfsmanna- og starfsþróunarstefnu. Hjá okkur er einnig gildandi jafnréttisáætlun sem og viðbragðsáætlun við einelti. Nýir starfsmenn fá fræðslu og allir starfsmenn fá starfsmannahandbók til leiðbeiningar í starfi. Við stefnum svo að innleiðingu jafnlaunavottunar á næstu mánuðum.

Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið

Við stundum viðskipti í heimabyggð eftir fremsta megni og styrkjum góð málefni í heimabyggðum á landsvísu. Við styðjum við byggðastefnu með því að halda úti rekstri hringinn í kringum landið allt árið. Á fámennum svæðum styrkjum við atvinnu og búsetu byggðar með því að skapa störf og ýta undir fólksfjölgun á fámennum svæðum þar sem einnig fer markviss vinna í umhverfismálum sem lágmarkar neikvæð áhrif frá starfseminni eins og kostur er.


Umhverfisstefna Íslandshótela

Íslandshótel bjóða upp á umhverfisvæna hótel- og ráðstefnuþjónustu á hótelum sínum um allt land. Við leggjum áherslu á gott aðgengi fyrir alla og að þjónustan henti öllum. Umhverfismál eru okkur mikilvæg og við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverifsmálum og vinnum markvisst í þá átt með eftirfarandi hætti.

Fræðum og miðlum um umhverfismál

 • Upplýsum viðskiptavini um umhverfisstarf hótelanna og efla samstarf sem gæti dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
 • Tryggja að starfsfólk hafi góða þekkingu og beiti viðurkenndum aðferðum í umhverfisstarfi hótelanna.
 • Fylgjumst með nýjungum í umhverfismálum og eflum almenna umhverfisvitund.


Drögum úr magni óflokkaðs úrgangs  

 • Bjóðum ekki upp á einnota- eða sérpakkaðar vörur, sé þess kostur.
 • Flokkum allan úrgang og sendum til endurvinnslu.
 • Gerum flokkun aðgengilega fyrir gesti og starfsmenn.

Drögum úr orkunotkun

 • Notum ávallt LED og sparperur við endurnýjun en ekki glóperur.
 • Veljum orkunýtin tæki við innkaup.
 • Vinnum markvisst að því að draga úr orkunotkun.

Kaupum vistvænt

 • Kaupum ávallt umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt.
 • Bjóða upp á lífrænt ræktaðar vörur, þar sem því verður við komið.

Drögum úr vatnsnotkun

 • Notum vatnssparandi búnað.
 • Fylgjumst reglulega með stillingu á tækjum og vatnsnotkun í eldhúsi, þvóttahúsi og heilsurækt.