Fosshótel Núpar
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp.
Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón. Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.
Herbergi
99 herbergi í miðju í hrauni frá einu stærsta eldgosi í sögunni.
Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar.
Veitingastaður
Á Fosshótel Núpum má finna heillandi veitingastað með stórum gluggum og útsýni yfir eystra Eldhraun.
Slakaðu á eftir annasaman dag á suðurlandinu á okkar og njóttu dýrindis kvöldstundar í mat og drykk á veitingastaðnum okkar á Fosshótel Núpum. Matseðil ásamt frekari upplýsingum um veitingastaðinn má finna hér.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka eða breyta bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að verð og framboð kann að hafa breyst.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið.
Já.
Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið.
Hótelið er opið allt árið nema frá 12.des-28.des.
Óskir þú eftir þrifum biðjum við þig vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða með dags fyrirvara. Þér er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað meðan á dvöl stendur.
Hjá Íslandshótelum er mikil áhersla lögð á sjálfbærni og að tryggja næði gesta. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með því að lágmarka notkun á hreinsiefnum og vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar mun eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.
Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða með dags fyrirvara ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað á meðan á dvöl stendur.
Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og ánægjulegri dvöl hjá okkur.
Við hjá Íslandshótelum leggjum mikla áherslu á þægindi og öryggi gesta okkar. Við ákveðnar aðstæður gæti starfsfólk okkar þurft að fara inn í herbergi, jafnvel þó að „ónáðið ekki“ skilti séu í notkun, m.a. vegna nauðsynlegs viðhalds og við framkvæmd á öryggistefnu okkar. Ef til þess kemur mun starfsfólk okkar banka og tilkynna koma sína áður en farið er inn í herbergi gesta.
Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.
Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.