Gildi, stefnur og framtíðarsýn

Laufið með þjónustuloforðin endurspeglar það viðmót sem þú getur búist við að fá frá okkar starfsfólki.

Við viljum veita fyrirmyndarþjónustu, sýna frumkvæði og gera betur í dag en í gær. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu og okkar sameiginlega markmið er að fara fram úr væntingum gesta okkar.

Lauf Ísl

Gildin

Við vitum að með fagmennsku getum við veitt fyrirmyndarþjónustu. Í okkur býr kjarkur sem hjálpar okkur að sýna frumkvæði og gera betur í dag en í gær. Við erum öflug liðsheild og sýnum samvinnu í verki. Við sýnum heiðarleika, trúnað og virðingu gagnvart hvor öðru sem og heilindi í starfi.

Þjónustuloforð

Við erum jákvæð og sjáum það besta í fólki. Við reynum ávallt að bregðast jákvætt við aðstæðum. Við erum persónuleg og sýnum virðingu og alúð í öllu sem við gerum. Við eflum færni okkar við að takast á við erfiðar aðstæður og erum lausnamiðuð. Við leggjum áherslu á faglega þjálfun, hæfni og veitum fyrirmyndar þjónustu.

Áherslur

Við vitum að við erum samheldinn hópur ólíklegra einstaklinga sem mynda öfluga liðsheild. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu og við leitum ávallt leiða til þess að fara fram úr væntingum gesta. Við erum sannfærð um að skýr markmið og skilvirkir ferlar séu forsenda vaxtar og velgengni í árangursríkum rekstri. Við ætlum að vera skrefi framar í þjónustu, nýjungum og vöruúrvali. Framsækin þróun hjálpar okkur að vera vakandi og móttækileg fyrir tækifærum og nýjum lausnum.

Framtíðarsýn

Við viljum vera fyrsta val gesta og leggjum áherslu á ólíkar þarfir og upplifun gesta. Þannig hefur orðspor okkar spurst út bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum áherslu á hagkvæmni, framleiðni, arðsemi og þar með verðmætasköpun. Við byggjum samskipti okkar á gullnu reglunni og viljum að hún einkenni samskipti starfsmanna við samstarfsfólk og gesti. Þannig sköpum við eftirsóknanverðan vinnustað. Við viljum vera leiðandi í samfélagslegri ábyrgð, sýna ábyrgð í samfélaginu og styrkja góð málefni.