Vörumerkin

Í gegnum tvö öflug vörumerki, bjóða Íslandshótel gæða hótel hringinn í kringum landið í nálægð við stórbrotið landslag og einstakar náttúruperlur.

Innan Fosshótel og Hótel Reykjavík vörumerkja eru 17 hótel með rétt tæplega 2.000 herbergi. Fosshótel eru staðsett hringinn í kringum landið og Hótel Reykjavík með 4 stjörnu hótel í Reykjavík fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.

Íslandshótel leggja metnað sinn í að sinna samfélagslegri ábyrgð og veita styrki til þarfra málefna og eru umhverfismál, forvarnarmál og líknarmál þar fremst í flokki. Íslandshótel vinna einnig að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er. Við viljum vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og leggjum metnað okkar í að styrkja góð málefni sem tengjast umhverfinu.

Hotel Reykjavik All Brands
Fosshotel Around Iceland
Grand Brasserie
Haust
Bjór Garðurinn
Fröken Reykjavík
Reykjavík Spa