Tilbaka á Grand Hotel Reykjavik

Dekraðu við líkama og sál

Reykjavík Spa er glæsileg snyrti- og nuddstofa með líkamsrækt og fallegri heilsulind í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi, staðsett á Grand Hótel Reykjavik.

Líkamsræktin í Reykjavík Spa er vel búin öllum nútímatækjum og hentar vel þeim sem vilja taka á því í þægilegu andrúmslofti. Afgreiðslutímar líkamsræktarinnar henta einnig vel uppteknu fólki. Gestir hótelsins fá frían aðgang að líkamsræktinni.

Upplýsingar og bókanir

Bókaðu núna

Fyrir tímapantanir og frekari upplýsingar, vinsamlegast hringið í síma 514 8090

Aðgangur í líkamsrækt er ókeypis fyrir hótelgesti. Einnig býðst hótelgestum 20% afsláttur af aðgangi í Reykjavík Spa

Spa aðstaða

Spa aðstaða

Snyrtistofan er búin sex rúmgóðum herbergjum fyrir fjölbreytt úrval af snyrti-, nudd- og spameðferðum. Starfsfólk okkar tekur vel á móti öllum gestum og markmið okkar er að allir gangi út hæstánægðir og endurnærðir. Í heilsulindinni Reykjavík Spa er að finna tvo rúmgóða heita potta, 39°C og 41°C, infrarauða saunu, gufuklefa og notalegt hvíldarsvæði með hægindastólum, kertaljósum og róandi arineld. Allir gestir hafa aðgang að glæsilegum búningsklefum, fá baðslopp, handklæði og inniskó til afnota.

Líkamsræktaraðstaða

Líkamsræktaraðstaða

Reykjavík Spa býður upp á góða aðstöðu til líkamsræktar í rólegu og notalegu umhverfi. Opnunartíminn hentar vel fyrir þá sem eru uppteknir í öðrum erindargjörðum yfir daginn en gesti hótelsins fá fríann aðgang að líkamsræktinni.

Opnunartími

LíkamsræktSpaSnyrti- og nuddstofa
Mánudaga - sunnudaga06:00-22:00
Mánudaga - föstudaga09:00-19:0009:00-19:00
Laugardaga09:00-18:0010:00-17:00
Sunnudaga10:00-14:0010:00-14:00