Æfinga- og dekurferð með Indíönu á Fosshótel Reykholti
Fullkomin blanda af hreyfingu og slökun
Æfinga- og dekurferð með Indíönu á Fosshótel Reykholti
Dagsetning 13.-14. september 2025
Komdu með í endurnærandi helgarferð á Fosshótel Reykholt þar sem hreyfing, útivera, dekur og góður félagsskapur eru í aðal hlutverki.
Ferðin er fyrir allar konur sem vilja næra líkama og sál, hreyfa sig, slaka á og prófa eitthvað nýtt. Hún hentar jafnt vinkonuhópum, mömmuhópum, saumaklúbbum, mæðgum, systrum og frænkum eða þeim sem kjósa að ferðast eins síns liðs.
Leiðbeinandi ferðarinnar er Indíana Nanna Jóhannsdóttir, stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland. Hún býður upp á styrktar- og úthaldsþjálfun sem hentar öllum getustigum og leggur ríka áherslu á fjölbreytni, gæði og persónulega aðlögun æfinga.
Innifalið í ferð
- Léttar veitingar við komu
- Gjafapoki
- Tveir hádegisverðir
- Þrjár æfingar
- Gönguferð með leiðsögn
- Aðgangur að fallegri heilsulind
- Fordrykkur
- Tveggja rétta kvöldverður
- Kvöldskemmtun og happdrætti
- Gisting í eina nótt á Fosshótel Reykholti
- Morgunverðarhlaðborð
Æfingar
Markvissar og góðar æfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum og ketilbjöllum.
Gönguferð með leiðsögn
Olga Zoega leiðsögumaður og yoga kennari leiðir gönguna um fallegan skóginn og sögulegt svæði.
Heilsulind
Eftir góða æfingu er tilvalið að slaka á í heilsulind hótelsins, sem býður upp á útipotta, slökunarherbergi, sauna og gufubað til að styðja við líkamlega endurheimt og vellíðan eftir góða hreyfingu.
Dagskrá
Sjá dagskrá hér:
Dagskrá
Verð:
Standard herbergi fyrir tvo: 99.800 kr (49.900 kr á mann)
Standard herbergi fyrir einn: 59.900 kr
Superior herbergi fyrir tvo: 104.800 kr (52.400 kr á mann)
Superior herbergi fyrir einn: 64.900 kr
Verð á aukanótt:
Standard herbergi fyrir tvo: 29.000 kr (14.500 kr á mann)
Standard herbergi fyrir einn: 25.100 kr
Superior herbergi fyrir tvo: 34.000 kr (17.000 kr á mann)
Superior herbergi fyrir einn: 30.100 kr
Athugið takmarkaður fjöldi herbergja í boði.
Til þess að bóka aukanótt: Sendið póst á reykholt@fosshotel.is með bókunarnúmeri.
Ef lágmarks þátttaka næst ekki, áskiljum við okkur rétt til þess að fella niður ferðina og ferðin endurgreidd.