Æfinga- og slökunarferð með Indíönu og Finni Orra á Fosshótel Reykholti
Fullkomin blanda af hreyfingu og slökun fyrir pör eða vinahópa.
Æfinga- og slökunarferð með Indíönu og Finni Orra á Fosshótel Reykholti
Dagsetning: 14.-16. nóvember 2025
Helgarferð fyrir pör og vini sem vilja sameina hreyfingu, slökun og góðan mat í notalegu umhverfi og frábærum félagsskap.
Dagskráin býður upp á fjölbreyttar æfingar undir leiðsögn Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur og Finns Orra Margeirssonar stofnenda GoMove Iceland.
Innifalið í ferð:
- Léttar veitingar við komu
- Gjafapoki
- Gisting í tvær nætur með morgunverði
- Hádegisverður
- Tveir kvöldverðir
- Fjölbreyttar æfingar aðlagaðar að þátttakendum
- Val um göngu eða hlaupaferð
- Aðgangur að heilsulind
- Fordrykkur í heilsulind
- Happdrætti
Æfingar
Æfingarnar eru fjölbreyttar þar sem hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum er blandað saman til þess að tryggja fjölbreytileika, bæta alhliða styrk, úthald og hreyfigetu þátttakenda. Ferðin hentar öllum getustigum.
Heilsulind
Eftir góða æfingu er tilvalið að slaka á í heilsulind hótelsins, sem býður upp á útipotta, slökunarherbergi, sauna og gufubað til að styðja við líkamlega endurheimt og vellíðan eftir góða hreyfingu.
Dagskrá
Sjá nánar um dagskrá:
Dagskrá
Verð:
Standard herbergi: 67.450 kr. á mann miðað við tvo í herbergi í tvær nætur (ein greiðsla 134.900 kr.)
Standard herbergi: 86.200 kr. miðað við einn í herbergi í tvær nætur
Uppfærsla í Superior herbergi: 10.000 kr. fyrir tvær nætur.
*Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Ef lágmarks þátttaka næst ekki, áskiljum við okkur rétt til þess að fella niður ferðina og ferðin endurgreidd.