Huggó á Húsavík
Til baka í tilboð

Huggó á Húsavík

Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi ásamt tveggja rétta kvöldverði, morgunverðarhlaðborði og aðgangi í GeoSea sjóböðin á aðeins 24.900 kr.  Tilvalin tilbreyting eða gjöf sem gleður (einnig er hægt að fá sem gjafabréf).

Er ekki kominn tími til að krydda hversdagsleikann og njóta lífsins á Húsavík? Frábær kvöldverður, rúmgott hótelherbergi og slaka á í notalegum sjóböðum GeoSea.

Innifalið í tilboðinu er einnar nætur gisting fyrir tvo í deluxe herbergi á Fosshótel Húsavík ásamt morgunverðarhlaðborði, tveggja rétta kvöldverði á hótelinu og aðgangi í GeoSea sjóböðin á Húsavík.

Fosshótel Húsavík er vinalegt og vel útbúið hótel í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Útsýni sjóbaðanna er yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring. Húsavík er skemmtilegur bær sem hefur oft verið kallaður hvalaskoðunarmiðstöð Íslands. 

Einstakt tilboð fyrir tvo á aðeins 24.900 kr.

Auka nótt á 14.400 kr. 

Tilboðið bókast í síma 464 1220 eða husavik@fosshotel.is.

Ef óskað er eftir að fá þetta tilboð í formi gjafabréfs, vinsamlegast sendu okkur póst á gjafabref@islandshotel.is eða hringdu í síma 531 9084.

Innifalið:
Gisting fyrir tvo í deluxe herbergi
Morgunverðarhlaðborð
Tveggja rétta kvöldverður
Aðgangur í GeoSea sjóböðin


Tilboð bókast í síma 464 1220 eða husavik@fosshotel.is

Tilboð gildir til 15.05.19
Gildir með fyrirvara um bókunarstöðu.
Gildir aðeins á Fosshótel Húsavík

Tilboðsverð:

24.900 kr.-

Hafa samband