Rómantík í Reykholti
Gisting fyrir tvo með morgunverði, tveggja rétta kvöldverður og aðgangur í heilsulind hótelsins.
Komdu þeim sem þér þykir vænt um á óvart með gistingu á Fosshótel Reykholti.
Innifalið í tilboðinu er gisting í eina nótt í standard herbergi fyrir tvo ásamt morgunverði, tveggja rétta kvöldverði að hætti húsins og aðgangi í glæsilega heilsulind hótelsins.
Fosshótel Reykholt er staðsett á friðsælum stað í Borgarfirði sem er rómað fyrir náttúrufegurð. Sagan er heldur ekki langt undan en við hlið hótelsins má finna Snorrastofu þar sem áður voru heimkynni Snorra Sturlusonar.
Nánar:
- Tilboðið gildir frá 1. september til 30. apríl 2026
- Verð 39.900 Kr.
- Uppfærsla í Superior herbergi 5.000 Kr.
- Auka nótt í standard herbergi með morgunverði 24.900 Kr.
Til að bóka vinsamlegast sendið á reykholt@fosshotel.is