Fosshótel hlutu gullverðlaun í fjórum af fimm flokkum CIE Tours Awards
Fosshótelin voru sigursæl í flokki hótela og hlutu meðal annars gullverðlaun fyrir Best Overall Hotel.
Hvatningarverðlaun CIE Tours til framúrskarandi fyrirtækja í ferðaþjónustu voru veitt við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Höfninni í Reykjavík 26. mars s.l. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt hér á landi en þau fara fram árlega bæði í Bretlandi og á Írlandi.
Verðlaunin byggja á umsögnum ferðamanna sem koma til Íslands á vegum CIE Tours, en um þúsund gestir heimasækja Ísland ár hvert og koma þeir að mestu frá Bandaríkjunum. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum en þeir aðilar sem skora hæst í ánægju viðskiptavina hljóta svokölluð gullverðlaun (e. Gold Award). Sérstök viðurkenning (e. Merit awards) er einnig veitt þeim sem hlutu yfir 90% ánægju meðal viðskiptavina.
Fosshótel hlutu gullverðlaun í fjórum af fimm flokkum CIE Tours Awards.
🥇 Gullverðlaun (e. Gold Award Winners)
Best Overall Hotel: Fosshótel Reykjavík
Best Overall Lunch: Fosshótel Jökulsárlón
Best Hotel Accommodation: Fosshótel Núpar
Best Hotel Service: Fosshótel Vatnajökull
🥇 Sérstök viðurkenning (e. Merit Award Winners)
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Reykholt
„Þessar viðurkenningar endurspegla þjónustuloforðin okkar og það viðmót sem einkennir okkar starfsfólk. Við viljum veita fyrirmyndarþjónustu, sýna frumkvæði og gera betur í dag en í gær. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu og okkar sameiginlega markmið er að fara fram úr væntingum gesta okkar,“segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.
CIE Tours var stofnað á Írlandi árið 1932 og hefur á 93 ára ferli sínum skipulagt ferðir fyrir yfir þrjár milljónir ferðamanna til Írlands, Bretlands og víðar. Fyrirtækið hóf ferðir til Íslands árið 2019 og býður upp á ferðir um suðurland en einnig hringferðir um landið. Frá fyrstu ferð CIE Tours til Íslands hefur fyrirtækið komið með þúsundir ferðamanna til landsins. Fyrirtækið er eitt það stærsta í skipulögðum ferðum fyrir Norður-Ameríkumarkað.