Íslandshótel afhenda Æfingastöðinni ný hjálpartæki

Hjálpartækin Trausti og Göngu-Hrólfur koma til með að hjálpa hreyfihömluðum börnum við hinar ýmsu athafnir bæði í þjálfun og leik.

Hjálpartækin Trausti og Göngu-Hrólfur voru afhent Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við líflega athöfn þann 28. febrúar síðastliðin. Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins tók formlega við gjöfinni frá Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni Íslandshótela. Börn úr leikskólanum Múlaborg sungu og bakaríið á Grand Hótel Reykjavík bauð upp á léttar veitingar. Sjúkraþjálfarar sýndu virkni tækjanna og með dyggri aðstoð tveggja skjólstæðinga Æfingastöðvarinnar. Tækjunum voru gefin íslensk nöfn við afhendinguna, en þau heita upprunalega GaitKeeper göngubretti og Litegate hjálpartæki. Þau eru sérhönnuð fyrir hreyfihömluð börn og veita tækifæri til fjölbreyttrar þjálfunnar.

„Börn sem geta ekki staðið eða gengið án stuðnings nota oftast við göngugrindur til að ganga með en þá eru hendar þeirra alltaf bundnar við að halda í göngugrindina en með Trausta getur barnið fengið þann stuðnings em það þarf til að standa eða ganga en hefur samt fríar hendur og getur gert svo ótal margt með höndunum“ segir Freyja Skúladóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni. Þá veitir Trausti einnig stuðning við barn sem getur gert því kleift að virkja það í leik, sem er mjög mikilvægur þáttur í þjálfun barna.