Íslandshótel í samstarf við GSÍ

Íslandshótel og GSÍ skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum til þriggja ára, en Íslandshótel er þar með orðið hluti af GSÍ fjölskyldunni.

"Við hjá Golfsambandi Íslands erum virkilega spennt fyrir samstarfi við Íslandshótel og að samkomulag sé í höfn. Við sjáum frábæra möguleika í samstarfinu á komandi árum. Við bjóðum Íslandshótel hjartanlega velkomin í GSÍ fjölskylduna á meðal annarra framúrskarandi fyrirtækja," sagði Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Innan Íslandshótela eru 17 hótel sem staðsett eru hringinn í kringum landið og í nálægð við glæsilega golfvelli. 

“Það er okkur sönn ánægja að fara í samstarf við GSÍ og styðja við golfíþróttina. Við hlökkum mikið til að tengjast kylfingum betur og fá tækifæri til að kynna okkar fjölmörgu hótel um allt land. Við viljum vera þeirra fyrsta val, veita þeim fyrirmyndarþjónustu og fara fram úr væntingum gesta okkar. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu sem við teljum vera veigamikill þáttur í jákvæðu orðspori okkar bæði hérlendis og erlendis,” sagði Ásmundur Sævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslandshótela.

Ljóst er að það eru spennandi tímar framundan í samstarfi GSÍ og Íslandshótela.