Mannauðsdagurinn

Mannauðs- og gæðadeild Íslandshótela tók þátt í árlegum mannauðsdegi Mannauðs – félags mannauðsfólks á Íslandi.

Dagurinn var haldinn í Hörpu 7. október. Dagskrá var vel skipulögð með flottum fyrirlesurum sem komu að víðs vegar úr heiminum. Gestir voru 750 mannauðsfólk eða áhugafólk um mannauðsmál frá öllu landinu.

Dagskráin var mjög fróðleg og voru áherslur á þær hröðu breytingar sem hafa orðið í kjölfar heimsfaraldursins. Þar má nefna fjölbreytileika á markaði, breytingastjórnun, fjarvinnustefnu og aðrar spennandi áskoranir sem vinnustaðir þurfa að aðlaga sig að.

Þakkir til félags mannauðs fyrir skipulagningu á þessum vel heppnaða viðburði – sjáumst að ári!