Vel heppnaður nýnemadagur Íslandshótela

Eftirspurn eftir starfsnámi í ferðaþjónustugreinum á Íslandi hefur aukist gríðarlega. Íslandshótel hefur tekið á móti hótelnemum bæði frá innlendum og erlendum skólum í ferðaþjónustugreinum. Íslandshótel leggja mikið uppúr móttöku nemana og er boðið uppá fjölbreytt jafnt sem einstaklingsmiðað starfsnám fyrir þá nema sem velja Íslandshótel.

Nú í haust var haldinn nýliðadagur Íslandshótela með öllum erlendum hótelnemum af Íslandshótelum ásamt stjórnendum þeirra.

Nemarnir fengu að kynnast stefnu Íslandshótela, gildum og framtíðarsýn. Þau fengu að skyggnast í næstu framtíðarplön Íslandshótela og hvað verður lagt áherslu á á næstu árum. Stjórnendur fengu einnig kynningu frá nemendunum um hvaða áherslur þau leggja í þeirra starfsnámi og einnig kynntu nemendurnir námið sitt og skólann fyrir hópnum.

Nemarnir fengu útsýnisferð um Hótel Reykjavík Grand**** sem er stærsta ráðstefnuhótel landsins og býður uppá 311 hótelherbergi.

Nemarnir komu frá University of Pannonia í Ungverjalandi, César Ritz í Sviss, Zadkine í Hollandi.

Við þökkum nemunum kærlega fyrir þáttökuna og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Hafir þú áhuga að læra meira um starfsnám hjá Íslandshótelum, vinsamlegast hafðu samband hér.