Jafnlaunastefna Íslandshótela

Jafnlaunastefna samstæðu Íslandshótela er sett fram til að uppfylla starfs- og kjaraþátt laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, þar með talið kröfuna um að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og þannig stuðlað að því að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Til að framfylgja jafnlaunastefnu hefur samstæða Íslandshótela innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og tryggir að sömu aðferðum er beitt við launaákvarðanir. Jafnlaunakerfi inniheldur jafnréttisáætlun sem kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki samstæðu Íslandshótela þau réttindi sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs er tilnefndur fulltrúi yfirstjórnar varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og endurskoðun þess í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Markmið samstæðu Íslandshótela er að vera eftirsóttur og sanngjarn vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa jöfn tækifæri í starfi.

HELSTU ÁHERSLUR SEM JAFNLAUNASTEFNA MIÐAR AÐ HVERJU SINNI:

 • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85.
 • Skilgreina verklag og viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund, þjóðerni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum, það innleitt og því fylgt.
 • Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs framkvæmir launagreiningu að hið minnsta árlega
  þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman og kannað hvort það er munur á launum eftir kyni.
  Helstu niðurstöður eru síðan kynntar starfsfólki.
 • Bregðast við og leiðrétta óútskýrðan launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
 • Framkvæma innri úttekt á jafnlaunakerfi og halda rýni yfirstjórnar árlega.
 • Jafnréttisnefnd skal setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar.
 • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma.
 • Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum Íslandshótela. Hafa jafnlaunastefnuna aðgengilega
  almenningi.
 • Halda úti menntunar- og hæfniskrá yfir starfsmenn fyrirtækisins að virtum persónuverndarlögum.
 • Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið öllum og allir njóta sömu möguleika til endurmenntunar, starfsþjálfunar og símenntunar innan Íslandhótela óháð kyni, kynvitund, þjóðerni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Jafnlaunastefnan er hluti af launastefnu Íslandshótela.

Persónuverndaryfirlýsing til umsækjenda um störf hjá Íslandshótelum.