Framtíðarsýn

Við sköpum ógleymanlegar upplifanir
Við leggjum áherslu á öflugan vöxt keðju gæðahótela og -þjónustu í öllum landshlutum og að bjóða gestum okkar ógleymanlegar upplifanir. Hvert hótel er einstakt og á hverju þeirra bjóðum við ekki aðeins upp á gistirými heldur upplifanir sem aldrei gleymast.

Við erum leiðandi í sjálfbærni
Sem stærsta hótelkeðja landsins erum við öðrum fyrirmynd í þróun ferðaþjónustu. Fimm ára sýn okkar er skýr: Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærni um leið og við bjóðum gestum okkar upp á einstakar upplifanir á stórfenglegum áfangastöðunum í stórbrotnu íslensku landslagi.

Við vitum að framtíðin byggist á fólkinu okkar
Við erum samfélagslega ábyrg og hugsum vel um starfsfólkið okkar. Við viljum vera fyrsta val hæfileikaríks fólks sem stefnir á frama í hóteliðnaðinum. Við sýnum umhyggju og viljum að fólk geti vaxið í starfi. Við leggjum áherslu á fjölbreytni, jafnrétti og að öllum finnist þau tilheyra. Þegar starfsfólkið blómstrar, endurspeglast það í upplifun gestanna. 

Við hjálpum samfélögum að dafna
Okkur er annt um nærsamfélög hótelanna okkar og viljum þróa starfsemi okkar í sátt við íbúa og náttúru. Við viljum vinna með nágrönnum okkar svo upplifun þeirra af hótelunum verði jákvæð og að samfélögin þar sem hótelin eru staðsett dafni til jafns við reksturinn.